Sátu um vísindamann eftir „áskorun“ Rogan og Musk Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2023 11:38 Elon Musk (t.v.) og Joe Rogan (t.h.) eiga sér marga aðdáendur úr röðum hægrisinnaðra samsæriskenningasinna. Þeir beindu spjótum sínum að sérfræðingi í bóluefnum um helgina. Vísir Bandarískur vísindamaður segir að andstæðingar bóluefna hafi setið um heimili sitt eftir að Joe Rogan, þekktur hlaðvarpsstjórnandi, og Elon Musk, eigandi Twitter, skoruðu á hann að rökræða við forsetaframbjóðanda um ágæti bóluefna um helgina. Forsaga málsins er sú að Peter Hotez, barnalæknir sem sérhæfir sig í bóluefnum og hitabeltissjúkdómum, gagnrýndi Rogan um helgina fyrir að veita Robert Kennedy yngri, sem er í framboði í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar næsta árs, vettvang til þess að dreifa upplýsingafalsi um bóluefni í vinsælum hlaðvarpsþætti sínum í síðustu viku. Spotify Has Stopped Even Sort of Trying to Stem Joe Rogan s Vaccine Misinformation. It s really true @annamerlan just awful. And from all the online attacks I m receiving after this absurd podcast, it s clear many actually believe this nonsense https://t.co/GwIFsOODC2— Prof Peter Hotez MD PhD (@PeterHotez) June 17, 2023 Kennedy er þekktur andstæðingur bóluefna og samsæriskenningasinni og bróðursonur John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur meðal annars boðað löngu hraktar fullyrðingar um tengsl bóluefna við einhverfu í börnum. Rogan brást við gagnrýninni með því að skora á Hotez að rökræða við Kennedy í þættinum. Hét hann að greiða hundrað þúsund dollara til góðs málefnis að vali Hotez ef hann féllist á kappræðurnar. Peter, if you claim what RFKjr is saying is misinformation I am offering you $100,000.00 to the charity of your choice if you re willing to debate him on my show with no time limit. https://t.co/m0HxYek0GX— Joe Rogan (@joerogan) June 17, 2023 Hotez sagðist tilbúinn að koma í þátt Rogan en ekki til að rökræða við Kennedy þar sem það hefði lítið upp á sig. Musk, eigandi Twitter, tísti að Hotez væri hræddur við opinbera umræðu „vegna þess að hann veit að hann hefur rangt fyrir sér“. Sakaði hann Hotez um að vera mögulega illa við góðgerðarstarf. He s afraid of a public debate, because he knows he s wrong— Elon Musk (@elonmusk) June 17, 2023 Biðu eftir honum við heimili hans Í kjölfarið byrjuðu andstæðingar bóluefna að áreita Hotez á netinu. Tveir þeirra gengu enn lengra og mættu fyrir utan heimili hans og hæddust að honum fyrir að þekkjast ekki boð Rogan á sunnudag. Hann var þá á leið heim með konu sinni eftir bakarísferð. „Hann tróð snjallsímamyndavél í andlitið á mér og spurði hvort ég ætlaði að rökræða við RFK [Robert F. Kennedy] hjá Rogan. Þeir biðu greinilega eftir mér. Þetta er mjög dapurlegt. Það eina sem við ætluðum að gera var að ná í köku fyrir feðradaginn,“ segir Hotez um atvikið við Washington Post. „Þetta fólk kemur yfirleitt ekki heim til mín. Maður hefur alltaf áhyggjur af því hvort að það sé vopnað. Ég ætlaði ekki að bíða eftir að komast að því,“ segir Hotez. Hvorki Spotify, sem hýsir hlaðvarp Rogan né Kennedy brugðust við fyrirspurnum blaðsins um áreitið. Rogan sjálfur hefur ekki tjáð sig opinberlega um það heldur. Rogan er þekktur fyrir að grafa undan bóluefnum gegn kórónuveirunni. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að dreifa upplýsingafalsi um Covid-heimsfaraldurinn í þætti sínum sem milljónir manna hlusta á að staðaldri. Á sínum tíma hét hann því ræða við fleiri viðurkennda sérfræðinga í þætti sínum. Versta bylgjan í tuttugu ár Fyrr í síðustu viku kallaði Stephen Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins í tíð Donalds Trump, Hotez „glæpamann“. Hotez, sem tók þátt í þróun bóluefnis gegn Covid-19 og var virkur í að hrekja ósannindi um faraldurinn og bóluefnin, segir að árásir andstæðinga bóluefna komi í bylgjum. „Þessi núna er um það bil eins slæm og nokkur hefur verið undanfarin tuttugu ár,“ segir hann. Eftir samskiptin við Rogan um helgina segir Hotez, sem er gyðingur, hafa fengið morðhótanir og skilaboð með nasistatáknum. Öryggisgæsla við vinnstað hans og heimili hefur verið aukin. Vísindi Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. 31. janúar 2022 07:29 Joe Rogan gagnrýndur fyrir viðtal við samsæriskenningasmið Hlaðvarpsstjórnandinn vinsæli Joe Rogan hefur sætt mikilli gagnrýni vegna viðtals við Alex Jones, stofnanda samsæriskenningamiðilsins Infowars og þáttastjórnanda The Alex Jones Show. 29. október 2020 23:43 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Peter Hotez, barnalæknir sem sérhæfir sig í bóluefnum og hitabeltissjúkdómum, gagnrýndi Rogan um helgina fyrir að veita Robert Kennedy yngri, sem er í framboði í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar næsta árs, vettvang til þess að dreifa upplýsingafalsi um bóluefni í vinsælum hlaðvarpsþætti sínum í síðustu viku. Spotify Has Stopped Even Sort of Trying to Stem Joe Rogan s Vaccine Misinformation. It s really true @annamerlan just awful. And from all the online attacks I m receiving after this absurd podcast, it s clear many actually believe this nonsense https://t.co/GwIFsOODC2— Prof Peter Hotez MD PhD (@PeterHotez) June 17, 2023 Kennedy er þekktur andstæðingur bóluefna og samsæriskenningasinni og bróðursonur John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur meðal annars boðað löngu hraktar fullyrðingar um tengsl bóluefna við einhverfu í börnum. Rogan brást við gagnrýninni með því að skora á Hotez að rökræða við Kennedy í þættinum. Hét hann að greiða hundrað þúsund dollara til góðs málefnis að vali Hotez ef hann féllist á kappræðurnar. Peter, if you claim what RFKjr is saying is misinformation I am offering you $100,000.00 to the charity of your choice if you re willing to debate him on my show with no time limit. https://t.co/m0HxYek0GX— Joe Rogan (@joerogan) June 17, 2023 Hotez sagðist tilbúinn að koma í þátt Rogan en ekki til að rökræða við Kennedy þar sem það hefði lítið upp á sig. Musk, eigandi Twitter, tísti að Hotez væri hræddur við opinbera umræðu „vegna þess að hann veit að hann hefur rangt fyrir sér“. Sakaði hann Hotez um að vera mögulega illa við góðgerðarstarf. He s afraid of a public debate, because he knows he s wrong— Elon Musk (@elonmusk) June 17, 2023 Biðu eftir honum við heimili hans Í kjölfarið byrjuðu andstæðingar bóluefna að áreita Hotez á netinu. Tveir þeirra gengu enn lengra og mættu fyrir utan heimili hans og hæddust að honum fyrir að þekkjast ekki boð Rogan á sunnudag. Hann var þá á leið heim með konu sinni eftir bakarísferð. „Hann tróð snjallsímamyndavél í andlitið á mér og spurði hvort ég ætlaði að rökræða við RFK [Robert F. Kennedy] hjá Rogan. Þeir biðu greinilega eftir mér. Þetta er mjög dapurlegt. Það eina sem við ætluðum að gera var að ná í köku fyrir feðradaginn,“ segir Hotez um atvikið við Washington Post. „Þetta fólk kemur yfirleitt ekki heim til mín. Maður hefur alltaf áhyggjur af því hvort að það sé vopnað. Ég ætlaði ekki að bíða eftir að komast að því,“ segir Hotez. Hvorki Spotify, sem hýsir hlaðvarp Rogan né Kennedy brugðust við fyrirspurnum blaðsins um áreitið. Rogan sjálfur hefur ekki tjáð sig opinberlega um það heldur. Rogan er þekktur fyrir að grafa undan bóluefnum gegn kórónuveirunni. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að dreifa upplýsingafalsi um Covid-heimsfaraldurinn í þætti sínum sem milljónir manna hlusta á að staðaldri. Á sínum tíma hét hann því ræða við fleiri viðurkennda sérfræðinga í þætti sínum. Versta bylgjan í tuttugu ár Fyrr í síðustu viku kallaði Stephen Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins í tíð Donalds Trump, Hotez „glæpamann“. Hotez, sem tók þátt í þróun bóluefnis gegn Covid-19 og var virkur í að hrekja ósannindi um faraldurinn og bóluefnin, segir að árásir andstæðinga bóluefna komi í bylgjum. „Þessi núna er um það bil eins slæm og nokkur hefur verið undanfarin tuttugu ár,“ segir hann. Eftir samskiptin við Rogan um helgina segir Hotez, sem er gyðingur, hafa fengið morðhótanir og skilaboð með nasistatáknum. Öryggisgæsla við vinnstað hans og heimili hefur verið aukin.
Vísindi Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. 31. janúar 2022 07:29 Joe Rogan gagnrýndur fyrir viðtal við samsæriskenningasmið Hlaðvarpsstjórnandinn vinsæli Joe Rogan hefur sætt mikilli gagnrýni vegna viðtals við Alex Jones, stofnanda samsæriskenningamiðilsins Infowars og þáttastjórnanda The Alex Jones Show. 29. október 2020 23:43 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. 31. janúar 2022 07:29
Joe Rogan gagnrýndur fyrir viðtal við samsæriskenningasmið Hlaðvarpsstjórnandinn vinsæli Joe Rogan hefur sætt mikilli gagnrýni vegna viðtals við Alex Jones, stofnanda samsæriskenningamiðilsins Infowars og þáttastjórnanda The Alex Jones Show. 29. október 2020 23:43
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent