Húsleit hjá skipuleggjendum Ólympíuleikanna í París Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2023 13:44 Ólympíuleikarnir verða haldnir í París næsta sumar. Spillingarásakanir hafa varpað skugga á þrenna síðustu Ólympíuleika. AP/Michel Euler Franska lögreglan gerði húsleit í höfuðstöðvum undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna í París í dag. Húsleitin er sögð tengjast rannsóknum á meintum fjárdrætti og mismunun á verktökum. AP-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum hjá saksóknaraembætti sem sérhæfir sig í fjárglæpum að húsleitin tengist tveimur rannsóknum. Önnur þeirra hófst þegar París fékk leikana árið 2017 en hin í fyrra. Sú fyrri snýr að meintum fjárdrætti á opinberu fé og frændhygli. Sú síðari tengist meintum hagsmunaárekstri og frændhygli í samningum sem franska undirbúningsnefndin og Solideo, innviðanefnd Alþjóða ólympíunefndarinnar, gerðu fyrir leikana. Solideo hefur umsjón með byggingu og endurnýjun á fleiri en sextíu byggingum sem tengjast Ólympíuleikum næsta árs, þar á meðal Ólympíuþorpinu sjálfu í Saint-Denis-hverfi Parísar. Franskir fjölmiðlar segja að húsleit hafi einnig verið gerð hjá nokkrum fyrirtækjum og ráðgjafarstofum sem tengjast skipulagningu leikanna. Franska skipulagsnefndin staðfesti að húsleit ætti sér stað og að hún ynni með yfirvöldum. Hún tjáði sig ekki efnislega um rannsóknina. Forseti frönsku Ólympíunefndarinnar sagði af sér í maí í skugga harðvítugra innanhússdeilna. Þetta eru þriðju Ólympíuleikarnir í röð þar sem ásakanir eru um misferli og spillingu. Spillingin er talin ná bæði til þess hvernig leikunum sjálfum en einnig ábatasömum samningum í tengslum við þá er úthlutað. Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
AP-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum hjá saksóknaraembætti sem sérhæfir sig í fjárglæpum að húsleitin tengist tveimur rannsóknum. Önnur þeirra hófst þegar París fékk leikana árið 2017 en hin í fyrra. Sú fyrri snýr að meintum fjárdrætti á opinberu fé og frændhygli. Sú síðari tengist meintum hagsmunaárekstri og frændhygli í samningum sem franska undirbúningsnefndin og Solideo, innviðanefnd Alþjóða ólympíunefndarinnar, gerðu fyrir leikana. Solideo hefur umsjón með byggingu og endurnýjun á fleiri en sextíu byggingum sem tengjast Ólympíuleikum næsta árs, þar á meðal Ólympíuþorpinu sjálfu í Saint-Denis-hverfi Parísar. Franskir fjölmiðlar segja að húsleit hafi einnig verið gerð hjá nokkrum fyrirtækjum og ráðgjafarstofum sem tengjast skipulagningu leikanna. Franska skipulagsnefndin staðfesti að húsleit ætti sér stað og að hún ynni með yfirvöldum. Hún tjáði sig ekki efnislega um rannsóknina. Forseti frönsku Ólympíunefndarinnar sagði af sér í maí í skugga harðvítugra innanhússdeilna. Þetta eru þriðju Ólympíuleikarnir í röð þar sem ásakanir eru um misferli og spillingu. Spillingin er talin ná bæði til þess hvernig leikunum sjálfum en einnig ábatasömum samningum í tengslum við þá er úthlutað.
Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira