Finnar byrja að girða sig af frá Rússlandi Framkvæmdir við girðingu á hluta landamæra Finnlands og Rússlands eru hafnar. Finnska landamærastofnunin segir að girðingin verði þriggja metra há með gaddavír ofan á henni. Tilgangurinn sé að tryggja landamærin frekar. 1.3.2023 10:14
Segja Hrannar hafa boðið þeim peninga fyrir að breyta framburði Stúlka sem var skotin í skotárás fyrrverandi kærasta í Grafarholti í fyrra sagði manninn hafa hótað sér og beitt ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún hefur átt erfitt með svefn og óttast um öryggi sitt og heilsu eftir árásina. Hún og kærasti hennar segja kærastann fyrrverandi hafa boðið sér peninga gegn því að breyta framburði sínum fyrir dómi. 28.2.2023 17:00
Skaut fyrrverandi kærustu sína og yfirlýstan „óvin“ Karlmaður sem skaut fyrrverandi kærustu sína og annan karlmann í Grafarholti í fyrra segist ekki hafa vitað af því að hann hafi skotið hana fyrr en að atlögunni lokinni. Afbrýðisemi hafi ekki haft neitt með árásina að gera. 28.2.2023 14:55
Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27.2.2023 07:00
Innritun kvöldið áður til þess að bregðast við töfum á flugvellinum Icelandair býður nú farþegum að innrita farangur á Keflavíkurflugvelli kvöldið fyrir flug og að kaupa flutning á farangrinum þangað til þess að bregðast fyrir lengri afgreiðslutíma við innritun vegna framkvæmda á flugvellinum. 26.2.2023 13:10
Höfundur Dilberts segir orðspor sitt í rúst Scott Adams, höfundur teiknimyndaseríunnar Dilberts, segir orðspor sitt í rúst og að hann sjái fram á að missa meirihluta tekna sinna í þessari viku eftir að útgefendur hundraða dagblaða ákváðu að hætta að birta seríuna. Ástæðan er rasískur reiðilestur Adams um svart fólk. 26.2.2023 11:16
Á fjórða tug fórst í skipsskaða við Ítalíu Að minnsta kosti þrjátíu og þrír fórust þegar skip með föru- og flóttafólki fórst undan suðausturströnd Ítalíu. Nær öruggt er talið að tala látinna eigi eftir að hækka. 26.2.2023 09:28
Stórbruni í timburhúsahverfi í Suðaustur-Noregi Tugir slökkviliðsmanna börðust við mikinn eld í þremur timburhúsum í bænum Kragerø í suðaustanverðum Noregi í alla nótt. Þeir náðu loks tökum á eldinum nú í morgun og hættan á enn stærri bruna sögð liðin hjá. 26.2.2023 08:33
Andófsfólk sent úr landi og svipt ríkisborgararétti Á þriðja hundrað fangelsaðra stjórnarandstæðinga voru send til Bandaríkjanna frá Níkaragva fyrr í þessum mánuði. Daniel Ortega, forseti, lét jafnframt svipta andófsfólkið ríkisborgararétti. Sérfræðingar telja það brot á alþjóðalögum. 26.2.2023 08:01
Kveikt í rusli fyrir framan hús í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að kveikt hefði verið í ruslið fyrir framan hús í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögreglumenn sem fóru á vettvang náðu að slökkva eldinn en málið er nú í rannsókn. 26.2.2023 07:53
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent