Forstjóri Theranos frestar fangelsisvist með áfrýjun Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2023 09:15 Elizabeth Holmes er 38 ára gömu tveggja barna móðir. Hún eignaðist bæði börnin eftir að var ljóst að hún ætti yfir sér sakamálarannsókn og mögulega áralöng fangelsisvist. AP/Jeff Chiu Elizabeth Holmes, forstjóri fallna tæknifyrirtækisins Theranos, hefur ekki afplánun á meira en ellefu ára fangelsisdómi í dag þar sem hún áfrýjaði niðurstöðu alríkisdómstóls. Samverkamaður Holmes seinkaði afplánun sinn um mánuð með sams konar áfrýjun í síðasta mánuði. Alríkisdómari í máli Holmes hafnaði fyrir tveimur vikum kröfu hennar um að hún fengi að ganga laus gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar rúmlega ellefu ára fangelsisdómi fyrir fjársvik sem hún hlaut í janúar í fyrra. Holmes átti samkvæmt því að hefja afplánun í dag. Lögmenn Holmes tilkynntu dómaranum seint í gær að hún gæfi sig ekki fram til afplánunar í dag þar sem hún hefði áfrýjað synjun hans um lausn gegn tryggingu. AP-fréttastofan segir að áfrýjunin fresti sjálfkrafa upphafi afplánunarinnar vegna þess að Holmes hefur gengið laus gegn tryggingu frá því að hún var sakfelld fyrir rúmu ári. Ramesh „Sunny“ Balwani, fyrrverandi forseti og framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi ástmaður Holmes, áfrýjaði á sambærilegan hátt þegar dómari í hans málið neitaði honum um lausn gegn tryggingu á meðan hann áfrýjaði hátt í þrettán ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir nánast sömu brot og Holmes. Réttað var yfir fyrrverandi parinu hvoru í sínu lagi eftir að Holmes sakaði Balwani um að hafa beitt sig ofbeldi á meðan þau voru saman. Áfrýjun Balwani var hafnað. Hann hóf afplánun sína í alríkisfangelsi í Kaliforníu fyrir viku. Hún átti upphaflega að hefjast 16. mars. Engin innistæða fyrir digurbarkalegum fullyrðingum Stjarna Holmes reis hátt á sínum tíma og var henni gjarnan líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisana Apple. Að hennar sögn bjó Theranos yfir tækni sem gerbylti blóðprufum. Með henni þyrfti aðeins einn einasta blóðdropa til þess að greina alls kyns sjúkdóma og kvilla. Engin innistæða reyndist fyrir þeim fullyrðingum. Theranos fór á hausinn með tilþrifum í kjölfar uppljóstrana um að ekki væri allt með felldu innan veggja fyrirtækisins. Á meðal þess sem kom í ljós var að Theranos notaði blóðgreiningartæki keppinauta sinna til þess að greina blóðprufur á laun. Bandaríkin Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Stofnandi Theranos kemst ekki hjá fangelsisvist Alríkisdómstóll í Kaliforníu hafnaði kröfu Elizabeth Holmes, stofnanda fallna heilbrigðistæknifyrirtækisins Theranos, um lausn gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir fjársvik. 11. apríl 2023 19:53 Fyrrverandi forseti Theranos dæmdur til fangelsisvistar Ramesh Balwani, fyrrum forseti og framkvæmdastjóri rekstrar hjá bandaríska frumkvöðlafyrirtækinu Theranos hefur verið dæmdur til tólf ára og ellefu mánaða fangelsisvistar. 7. desember 2022 23:52 Holmes dæmd í ellefu ára fangelsi Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, hefur verið dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Holmes var sakfelld í upphafi árs en refsingin ekki ákveðin fyrr en nú. 18. nóvember 2022 23:18 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Alríkisdómari í máli Holmes hafnaði fyrir tveimur vikum kröfu hennar um að hún fengi að ganga laus gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar rúmlega ellefu ára fangelsisdómi fyrir fjársvik sem hún hlaut í janúar í fyrra. Holmes átti samkvæmt því að hefja afplánun í dag. Lögmenn Holmes tilkynntu dómaranum seint í gær að hún gæfi sig ekki fram til afplánunar í dag þar sem hún hefði áfrýjað synjun hans um lausn gegn tryggingu. AP-fréttastofan segir að áfrýjunin fresti sjálfkrafa upphafi afplánunarinnar vegna þess að Holmes hefur gengið laus gegn tryggingu frá því að hún var sakfelld fyrir rúmu ári. Ramesh „Sunny“ Balwani, fyrrverandi forseti og framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi ástmaður Holmes, áfrýjaði á sambærilegan hátt þegar dómari í hans málið neitaði honum um lausn gegn tryggingu á meðan hann áfrýjaði hátt í þrettán ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir nánast sömu brot og Holmes. Réttað var yfir fyrrverandi parinu hvoru í sínu lagi eftir að Holmes sakaði Balwani um að hafa beitt sig ofbeldi á meðan þau voru saman. Áfrýjun Balwani var hafnað. Hann hóf afplánun sína í alríkisfangelsi í Kaliforníu fyrir viku. Hún átti upphaflega að hefjast 16. mars. Engin innistæða fyrir digurbarkalegum fullyrðingum Stjarna Holmes reis hátt á sínum tíma og var henni gjarnan líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisana Apple. Að hennar sögn bjó Theranos yfir tækni sem gerbylti blóðprufum. Með henni þyrfti aðeins einn einasta blóðdropa til þess að greina alls kyns sjúkdóma og kvilla. Engin innistæða reyndist fyrir þeim fullyrðingum. Theranos fór á hausinn með tilþrifum í kjölfar uppljóstrana um að ekki væri allt með felldu innan veggja fyrirtækisins. Á meðal þess sem kom í ljós var að Theranos notaði blóðgreiningartæki keppinauta sinna til þess að greina blóðprufur á laun.
Bandaríkin Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Stofnandi Theranos kemst ekki hjá fangelsisvist Alríkisdómstóll í Kaliforníu hafnaði kröfu Elizabeth Holmes, stofnanda fallna heilbrigðistæknifyrirtækisins Theranos, um lausn gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir fjársvik. 11. apríl 2023 19:53 Fyrrverandi forseti Theranos dæmdur til fangelsisvistar Ramesh Balwani, fyrrum forseti og framkvæmdastjóri rekstrar hjá bandaríska frumkvöðlafyrirtækinu Theranos hefur verið dæmdur til tólf ára og ellefu mánaða fangelsisvistar. 7. desember 2022 23:52 Holmes dæmd í ellefu ára fangelsi Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, hefur verið dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Holmes var sakfelld í upphafi árs en refsingin ekki ákveðin fyrr en nú. 18. nóvember 2022 23:18 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Stofnandi Theranos kemst ekki hjá fangelsisvist Alríkisdómstóll í Kaliforníu hafnaði kröfu Elizabeth Holmes, stofnanda fallna heilbrigðistæknifyrirtækisins Theranos, um lausn gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sem hún hlaut fyrir fjársvik. 11. apríl 2023 19:53
Fyrrverandi forseti Theranos dæmdur til fangelsisvistar Ramesh Balwani, fyrrum forseti og framkvæmdastjóri rekstrar hjá bandaríska frumkvöðlafyrirtækinu Theranos hefur verið dæmdur til tólf ára og ellefu mánaða fangelsisvistar. 7. desember 2022 23:52
Holmes dæmd í ellefu ára fangelsi Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, hefur verið dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Holmes var sakfelld í upphafi árs en refsingin ekki ákveðin fyrr en nú. 18. nóvember 2022 23:18