Land hefur risið um allt að 45 millímetra í hrinunni Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum. 23.5.2022 14:00
Fyrrverandi skipstjóri á Herjólfi dæmdur í mánaðarfangelsi Héraðsdómur Suðurlands dæmdi fyrrverandi skipstjóra á Herjólfi í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að sigla Vestmannaeyjaferjunni ítrekað án þess að hafa gild atvinnuréttindi og skrá aðra skipstjóra í sinn stað án þeirra vitundar. 23.5.2022 11:40
Faðir Helstirnisins og X-vængjunnar látinn Colin Cantwell, listamaðurinn sem hannaði mörg þekktustu geimför Stjörnustríðsheimsins eins og Helstirnið og X-vængjuna, er látinn, níræður að aldri. Hann vann einnig við opnunaratriði 2001: Geimævintýraferðar Stanleys Kubrick. 23.5.2022 11:20
Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu. 23.5.2022 09:47
Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans. 23.5.2022 09:11
Fundu afskorið höfuð þingmanns sem var saknað Lögregla í Nígeríu fann afskorið höfuð þingmanns sem hvarf í Anambra-ríki í síðustu viku. Enginn hefur verið handtekinn vegna morðsins en aðstoðarmaður þingmannsins hvarf með honum. 23.5.2022 08:40
Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. 19.5.2022 23:11
Mikið tjón á innviðum hugsanlegt í nýju gosi á Reykjanesi Jarðvirkni og landris sem nú á sér stað á Reykjanesi er á þannig stað að mikið tjón gæti orðið á innviðum ef eldgos hæfist þar. Íbúafundur vegna jarðskjálftahrinunnar var haldinn í Grindavík í kvöld. 19.5.2022 21:52
Samþykkti ákærur gegn Buffalo-morðingjanum Ákærudómstóll í New York-ríki samþykkti ákærur á hendur átján ára gömlum hvítum karlmanni sem myrti tíu blökkumenn og særði þrjá í verslun í Buffalo um helgina. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. 19.5.2022 19:31
Banna þungunarrof eftir frjóvgun Repúblikanar á ríkisþingi Oklahoma í Bandaríkjunum samþykktu frumvarp að ströngustu þungunarrofslögum í landinu í dag. Verði frumvarpið að lögum verður þungunarrof bannað eftir frjóvgun eggs nema í algerum undantekningartilfellum. 19.5.2022 18:47