Tengir aukinn kvíða ungs fólks við að heil kynslóð hafi ekki lesið biblíusögur Skoða þarf aukinn kvíða hjá ungu fólki í samhengi við að undanfarin tuttugu ár hafi heil kynslóð hvorki lært biblíusögur né fengið kristindómsfræðslu, að mati vígslubiskups á Hólum. Hún segir vanþekkingu fólks á starfi Þjóðkirkjunnar skýra lítið traust til hennar. 9.11.2021 11:31
Metfjöldi á einum degi: Hundrað sextíu og átta greindust smitaðir í gær Hundrað sextíu og átta manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi frá upphafi faraldursins. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, staðfestir fjöldann við fréttastofu. 9.11.2021 11:06
Kanna hvort mannræninginn hafi verið einn að verki Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður á fertugsaldri hafi verið einn að verki þegar hann rændi fjögurra ára gamalli stúlku úr tjaldi foreldra hanna í Vestur-Ástralíu í síðasta mánuði. Stúlkan fannst heil á húfi eftir hátt í þriggja vikna umfangsmikla leit. 9.11.2021 08:38
Fundu reikistjörnur þvers og kruss um stjörnu Stjörnufræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir einstöku sólkerfi sem þeir fundu í 150 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur ganga í kringum póla móðurstjörnunnar en önnur um miðbaug hennar eins og hefðbundið er. 8.11.2021 21:01
Telja ríki heims vanmeta losun um milljarða tonna Vafasamar bókhaldsreglur, ófullkomin skil einstakra landa og vísvitandi misskráning er sögð ástæða þess að ríki heims vanmeta losun sína á gróðurhúsalofttegundum um milljarða tonna á hverju ári. Samkvæmt varfærnu mati gæti umframlosunin verið meiri en árslosun Bandaríkjanna. 8.11.2021 14:12
Hundrað og sautján greindust smitaðir í gær Hundrað og sautján greindust smitaðir af Covid-19 í gær. Af þeim voru 72 fullbólusettir en 45 óbólusettir. Ríflega helmingur var í sóttkví við greiningu. 8.11.2021 11:21
Stefnir í yfirburðasigur Ortega í „látbragðskosningum“ Fyrstu tölur í forsetakosningunum í Níkaragva benda til stórsigurs Daniels Ortega forseta. Hann lét handtaka flesta mótframbjóðendur sínar fyrir kosningarnar og hefur Bandaríkjastjórn lýst kosningunum sem látbragðsleik. 8.11.2021 10:24
Bindur vonir við að örvunarskammtur auki ónæmi í samfélaginu Sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis gegn kórónuveirunni hjálpi mikið til við að auka ónæmi í samfélaginu gegn veirunni. Til stendur að hefja fjöldabólusetningu með örvunarskammti í næstu viku. 8.11.2021 09:06
Þessi bylgja sú stærsta til þessa og neyðarástand að skapast Núverandi bylgja kórónuveirusmita er sú stærsta til þessa í faraldrinum, að sögn sóttvarnalæknis. Neyðarástand muni skapast á sjúkrahúsum haldi núverandi fjöldi daglegra smita áfram. 5.11.2021 15:16
Hægriöfgamaður grunaður um að skipuleggja voðaverk í Svíþjóð Sænska lögreglan handtók í gær karlmann á þrítugsaldri sem er grunaður að hafa ætlað að valda eyðileggingu sem ógnaði almenningi. Maðurinn er talinn hafa tengsl við Norrænu mótstöðuhreyfinguna, hreyfingu norrænna nýnasista sem teygir anga sína meðal annars til Íslands. 5.11.2021 14:49