Nær öruggt að Ortega ríghaldi í völdin eftir forsetakosningar Daniel Ortega, forseti Níkaragva, mætir lítilli raunverulegri mótspyrnu í forsetakosningum sem fara fram í landinu um helgina en hann hefur gengið á milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni og frjálsum fjölmiðlum undanfarin misseri. Búist er við að hann herði enn tökin eftir kosningarnar. 5.11.2021 13:09
Hellisheiðarvirkjun nær kolefnishlutlaus með styrk frá ESB Sex hundruð milljóna króna styrkur sem Carbfix fær úr nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins fjármagnar nýja hreinsistöð sem á að gera Hellisheiðarvirkjun nær alveg kolefnishlutlausa á næstu árum. Skrifað var undir samning um styrkinn á hliðarviðburði COP26-ráðstefnunnar í dag. 5.11.2021 11:46
Ræningi fjögurra ára stúlku færður í hámarksöryggisfangelsi Karlmaður sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku, úr tjaldi foreldra hennar fyrir tæpum þremur vikum var færður í hámarksöryggisfangelsi í Perth í Ástralíu í dag. Hann hefur reynt að valda sér skaða í fangelsi. 5.11.2021 11:02
Telja Kóralrifið mikla geta lifað af hlýnun innan við 1,5 gráður Ástralskir vísindamenn telja að samsetning Kóralrifsins mikla undan ströndum Ástralíu muni breytast ef hnattrænni hlýnun verður haldið innan við 1,5°C en að það gæti lifað af. Verði hlýnunin meiri séu dagar þess og annarra kóralrifja á jörðinni taldir. 5.11.2021 10:02
Nýr ákærudómstóll skoðar sönnunargögn í máli Trump Saksóknarar í New York hafa kallað saman nýjan ákærudómstól sem á að leggja mat á sönnunargögn í rannsókn á mögulegum brotum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 5.11.2021 09:05
Býst við enn fleiri smitum eftir gærdaginn Sóttvarnalæknir segist reikna með að fleiri hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær en í fyrradag þegar fjöldi smitaðra á einum degi var sá þriðji hæsti frá upphafi faraldursins. Grípa þurfi til aðgerða hvort sem fólki líkar betur eða verr. 5.11.2021 08:16
„Kolefnisþakið“ springur á ellefu árum Haldi mannkynið áfram núverandi losun gróðurhúsalofttegunda tekur það aðeins ellefu ár þar til uppsafnaður styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum veldur meiri en 1,5°C hlýnun á jörðinni. Losun er nú komin nær alveg í fyrra horf eftir mikinn samdrátt í kórónuveiruheimsfaraldrinum. 4.11.2021 23:31
Loka skólum og stofnunum í Suðurnesjabæ vegna Covid-smita Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar hefur ákveðið að loka skólum og stofnunum vegna Covid-19-smita sem hafa greinst á meðal starfsfólks á leikskóla og nemenda í grunnskólanum. Lokanirnar eiga að koma í veg fyrir frekari dreifingu veirunnar. 4.11.2021 22:21
Telur óbreyttar aðgerðir á landamærum dýrkeypt mistök Ákvörðun stjórnvalda um að halda sóttvarnaaðgerðum á landamærum Íslands óbreyttum áfram eru dýrkeypt mistök efnahagslega, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir að skimun á landamærunum geti dregið úr eftirspurn eftir ferðum til Íslands um 10-20 prósent. 4.11.2021 21:49
Lagfæringar á Fossvogsskóla taldar kosta rúma 1,6 milljarða íslenskra króna Áætlað er að kostnaður við lagfæringar og endurbætur á Fossvogsskóla nemi meira en 1.640 milljónum króna. Borgarráð samþykkti heimild til útboðs á framkvæmdunum í dag. 4.11.2021 20:17