Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir að vart hafi orðið við bilunina um klukkan sjö í morgun. Uppfærslan hafi valdið því að kerfin urðu óaðgengileg. Þau voru komin í lag fyrir klukkan níu, um tveimur tímum síðar.
Auðkennisapp og rafræn skilríki á kortum virkuðu á meðan, að sögn Haralds.
Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem eru notuð í rafrænum heimi og hægt er að nota þau til undirritunar. Ríkisstofnanir, sveitarfélög, bankar, tryggingarfélög, skólar, íþróttafélög og tryggingafélög, lífeyrðissjóðir og stéttarfélög eru á meðal þeirra sem bjóða upp á möguleikann að nota rafræn skilríki.