Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stefna nánum banda­mönnum Trump vegna á­rásarinnar á þing­húsið

Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins.

Unnusti Petito á­kærður fyrir greiðslu­korta­svindl

Yfirvöld í Wyoming í Bandaríkjunum hafa gefið út ákæru á hendur unnusta Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt þar eftir að hún hvarf á ferðalagi með honum, fyrir að svíkja út fé með greiðslukorti.

Lögreglumaðurinn áfrýjar dómi vegna dauða Georges Floyd

Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem var dæmdur í meira en 22 ára fangelsi fyrir að valda dauða George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum í fyrra hefur áfrýjað dómnum. Chauvin kraup ofan á hálsi Floyd þar til hann lét lífið.

Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Biden

Sex mánaða löng og afar umdeild endurskoðun einkafyrirtækis á úrslitum bandarísku forsetakosninganna í Arizona sem repúblikanar létu fara fram sýndi að opinber úrslit voru rétt. Stofnað var til könnunarinnar vegna samsæriskenninga um að stórfelld svik hefðu kostað Donald Trump sigurinn í Arizona og fleiri ríkjum.

Eigandi bílsins skilaði sér sjálfur í Landamannalaugar

Björgunarsveitarfólki sem var kallað út vegna mannlauss bíls nærri Landmannalaugum var snúið við á leiðinni eftir að eigandi bílsins skilaði sér sjálfur í skála þar. Eigandinn var erlendur ferðamaður sem hafði verið að njóta náttúrunnar.

Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans.

Facebook þarf að afhenda gögn um þjóðarmorð á róhingjum

Alríkisdómari í Bandaríkjunum skipaði samfélagsmiðlarisanum Facebook að gera opinber gögn um reikninga sem tengdust þjóðarmorði á róhingjum í Búrma en var lokað. Skammaði hann Facebook fyrir að afhenda ekki alþjóðlegum rannsakendum gögnin.

Sjá meira