Frestaði aðalmeðferð í máli Zuism fram í febrúar Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 17:56 Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, í Héraðsdómi Reykjavíkur á fyrri stigum málsins. Fyrir aftan hann er Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði aðalmeðferð í máli á hendur forsvarsmönnum trúfélagsins Zuism fram í febrúar í dag. Tveir bræður sem stýrðu félaginu eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Aðalmeðferð í málinu átti að fara fram um miðjan nóvember. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, staðfestir við Vísi að dómari hafi ákveðið að fresta henni þar til í febrúar þegar málið var tekið fyrir í dag. RÚV sagði fyrst frá frestuninni í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson er ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr ríkissjóði í formi sóknargjalda með því að látast reka trúfélagið Zuism. Þrátt fyrir að félagið hafi um tíma verið eitt það fjölmennasta á landinu fór lítil sem engin raunveruleg starfsemi fram á vegum þess. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefur haldið eftir sóknargjöldum til félagsins frá því árið 2019 vegna vafa um að Zuism uppfylli skilyrði laga um skráð trúfélög. Saga fjársvika Auk bræðranna eru Zuism, einkahlutafélagið EAF sem Einar var í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákærð í málinu. Héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna sem liggja á reikningum félaga Einars og Zuism. Í ákærunni kemur meðal annars fram að bræðurnir hafi fært fé af reikningi Zuismi yfir á eigin reikninga eða félaga sem þeir höfðu til umráða. Þá hafi þeir nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu, þar á meðal milljónir króna í veitingahús, áfengi og ferðalög. Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum árið 2017. Einkahlutafélagið EAF kom einnig við sögu í því máli en gekk þá undir nafninu Tir ehf. Það var eitt nokkurra félaga sem Einar notaði til að taka við fjármunum og flytja á milli landa. Zuism Dómsmál Trúmál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Aðalmeðferð í málinu átti að fara fram um miðjan nóvember. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, staðfestir við Vísi að dómari hafi ákveðið að fresta henni þar til í febrúar þegar málið var tekið fyrir í dag. RÚV sagði fyrst frá frestuninni í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson er ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr ríkissjóði í formi sóknargjalda með því að látast reka trúfélagið Zuism. Þrátt fyrir að félagið hafi um tíma verið eitt það fjölmennasta á landinu fór lítil sem engin raunveruleg starfsemi fram á vegum þess. Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hefur haldið eftir sóknargjöldum til félagsins frá því árið 2019 vegna vafa um að Zuism uppfylli skilyrði laga um skráð trúfélög. Saga fjársvika Auk bræðranna eru Zuism, einkahlutafélagið EAF sem Einar var í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákærð í málinu. Héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna sem liggja á reikningum félaga Einars og Zuism. Í ákærunni kemur meðal annars fram að bræðurnir hafi fært fé af reikningi Zuismi yfir á eigin reikninga eða félaga sem þeir höfðu til umráða. Þá hafi þeir nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu, þar á meðal milljónir króna í veitingahús, áfengi og ferðalög. Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum árið 2017. Einkahlutafélagið EAF kom einnig við sögu í því máli en gekk þá undir nafninu Tir ehf. Það var eitt nokkurra félaga sem Einar notaði til að taka við fjármunum og flytja á milli landa.
Zuism Dómsmál Trúmál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira