Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. 3.9.2021 07:01
Einn í haldi vegna kynferðisbrots í heimahúsi í Eyjum Karlmaður er í haldi lögreglunnar í Vestmanneyjum í tengslum við rannsókn á kynferðisbrotamáli sem kom upp í heimahúsi í nótt. Ungu konunni sem varð fyrir árásinni var flogið með þyrlu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 2.9.2021 14:35
Framleiðandi Oxycontins leystur upp og eigandinn greiðir milljarða Skiptaréttur í Bandaríkjunum lagði blessun sína yfir sátt sem lyfjafyrirtækið Purdue Pharma gerði við hóp ríkja og sveitarfélaga. Sáttin felur í sér að Sackler-fjölskyldan sem auðgaðist á ópíóíðafaraldrinum lætur af eignarhaldi sínu og greiðir milljarða til að glíma við faraldurinn. 2.9.2021 10:07
Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman. 2.9.2021 08:51
Samtal við ESB um losunarmarkmið Íslands að hefjast Vinna við að reikna út hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefst markvisst í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að markmið Íslands hækki frá því sem nú er en ekki liggur fyrir hversu mikið. 2.9.2021 08:00
Telja tæpan þriðjung trjátegunda á jörðinni í útrýmingarhættu Nærri því þriðja hver trjátegund á jörðinni er nú í hættu á að þurrkast út, fyrst og fremst vegna atgangs manna. Hundruð tegunda eru sögð í bráðri útrýmingarhættu í nýrri skýrslu breskra gróðurverndarsamtaka. 1.9.2021 15:09
Páfi hafnar fréttum um að hann ætli að segja af sér Frans páfi segir ekkert hæft í fréttum ítalskra fjölmiðla um að ætli að segja af sér á næstunni. Hann lifi nú fullkomulega eðlilegu lífi eftir ristilaðgerð sem hann gekkst undir í júlí. 1.9.2021 10:09
Faðmaði dóttur sína og barnabörn í fyrsta skipti Fagnaðarfundir voru í Frakklandi þegar Guðmundur Felix Grétarsson, sem handleggir voru græddir á fyrr á þessu ári, hitti dóttur sína og tvær dótturdætur. Þetta var í fyrsta skipti sem hann gat faðmað dóttur sína frá því að hún var fjögurra mánaða gömul. 1.9.2021 08:21
Verðlaunaður fyrir „byltingarkennda nýjung“ í leit að fjarreikistjörnum Guðmundur Kári Stefánsson, íslenskur stjarneðlisfræðingur, hefur verið sæmdur verðlaunum í Bandaríkjunum fyrir sinn þátt í að þróa nýja tækni sem gerir nákvæmar mælingar á fjarreikistjörnum frá jörðu niðri mögulegar. Nóbelsverðlaunahafi og yfirmaður stjarneðlisfræðideildar NASA eru á meðal þeirra sem hafa áður unnið verðlaunin. 1.9.2021 08:02
Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. 1.9.2021 07:00