Bensíni með blýi útrýmt í heiminum Ekkert land í heiminum notar lengur bensín með blýi til að knýja bifreiðar eftir að síðustu dropar þess kláruðust í Alsír í júlí. Blýi var blandað út í bensíni í hátt í heila öld þrátt fyrir að það mengaði loft, jarðveg og vatn. 31.8.2021 10:33
Stofnandi Theranos segist hafa verið beittur andlegu ofbeldi Elizabeth Holmes, stofnandi blóðrannsóknafyrirtækisins Theranos, heldur því fram að forseti fyrirtækisins og þáverandi kærasti hennar hafi beitt hana andlegu ofbeldi. Þau eru bæði ákærð fyrir stórfelld svik og blekkingar. 31.8.2021 08:46
Tugir í sýnatöku eftir að tveir nemendur greindust smitaðir á Ísafirði Tveir nemendur í 1. bekk Grunnskólans á Ísafirði greindust smitaðir af kórónuveirunni og hafa tugir verið sendir í sýnatöku og sóttkví vegna þess. Engir fleiri hafa greinst smitaðir í þeim hraðprófum sem hafa verið tekin í dag. 29.8.2021 14:40
Barn lést þegar eldflaug var skotið við flugvöllinn í Kabúl Lögreglustjóri í Afganistan fullyrðir að barn hafi látist þegar eldflaug var skotið á hús í hverfi norðvestur af flugvellinum í Kabúl í dag. Talibanar segja að loftárás Bandaríkjahers hafi stöðvað sjálfsmorðsprengjutilræðismann. 29.8.2021 13:42
Sósíalisti kallar formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ Frambjóðandi Sósíalistaflokksins í Reykjavík kallar Þorstein Gunnarsson, nýskipaðan formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ í færslu á samfélagsmiðli. Þorsteinn var áður staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. 29.8.2021 13:08
Hádegisfréttir Bylgjunnar Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00. 29.8.2021 11:55
51 greindist innanlands, minnihluti í sóttkví Síðasta sólarhringinn greindist 51 smitaður af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru tuttugu í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 31 var utan sóttkvíar. 29.8.2021 11:14
Lögregla telur lát konu á Landspítala hafa borið að með saknæmum hætti Andlát konu á sextugsaldri sem lést á Landspítalanum fyrr í þessum mánuði er talið hafa borið að með saknæmum hætti. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel og var kona á sextugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku. 29.8.2021 10:26
Sendiherrafrú dæmd fyrir „skepnulegt“ morð á eiginmanninum Dómstóll í Brasilíu dæmdi þarlenda konu í 31 árs fangelsi fyrir að leggja á ráðin um morðið á eiginmanni sínum sem var sendiherra Grikklands í landinu. Dómari lýsti glæp konunnar og vitorðsmanna hennar sem „skepnulegum“. 29.8.2021 10:09
Þúsundir flýja fellibylinn Idu sem eflist hratt Tugir þúsunda manna hafa flúið heimili sín í Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna áður en fellibylurinn Ida gengur þar á land síðar í dag. Ida hefur safnað styrk hratt og telst nú fjórða stigs fellibylur. 29.8.2021 09:25