Bæir í Útkinn og Kinn í Þingeyjarsveit voru rýmdir um helgina vegna aurskriðna sem féllu þar. Gríðarleg úrkoma féll á laugardag og sunnudag. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir við Vísi að enn rigni talsvert á svæðinu, bæði við ytri bæina og þá innri. Því hafi verið ákveðið að halda ástandinu óbreyttu þar.
Elín Björk segist ekki hafa heyrt af frekari skriðuföllum á svæðinu í dag.