Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð

Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember.

Örvunarskammtar draga verulega úr smithættu í Ísrael

Þriðji skammturinn af bóluefni Pfizer dró verulega úr líkum á smiti og alvarlegum veikindum hjá sextugu fólki og eldra borið saman við þá sem fengu tvo skammta samkvæmt upplýsingum ísraelskra heilbrigðisyfirvalda.

Vestrænt herlið í skotbardaga við flugvöllinn í Kabúl

Til skotbardaga kom á milli óþekktra vígamanna annars vegar og vestrænnra og afganskra hersveita hins vegar við flugvöllinn í Kabúl í morgun. Einn afganskur öryggisvörðu er sagður liggja í valnum en þrír aðrir særðust.

Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli

Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum.

Reynslubolti af Mbl.is í morgunútvarp Rásar 1

Guðrún Hálfdánardóttir hefur verið ráðin til Ríkisútvarpsins þar sem hún á að leysa af Þórunni Elísabetu Bogadóttur á Morgunvaktinni á Rás 1 næsta hálfa árið. Hún starfaði lengi sem fréttastjóri og blaðamaður á Mbl.is.

Búist við röskunum í London vegna loftslagsmótmæla

Lögreglan í London varar við því að raskanir verði á daglegu lífi í borginni næstu tvær vikurnar vegna boðaðra loftslagsmótmælum sem eiga að hefjast á mánudag. Boðað hefur verið til setuverkfalla og mótmælagangna.

Efast um þörfina á örvunarskömmtum

Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim.

Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku

Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar.

Sjá meira