Mikil eftirspurn eftir jarðgasi í Asíu eftir að hjól efnahagslífsins byrjuðu að snúast aftur eftir að slakað var á sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hafa valdið skorti á framboði í Evrópu. Kolsýra sem er notuð í drykkjarframleiðslu og til að rota hænsni og svín fyrir slátrun er aukaafurð frá áburðariðnaði sem er háður framboði á jarðgasi, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Nú segir Geroge Eustice, umhverfisráðherra Bretlands, að matvælaframleiðlendur þar þurfi að sætta sig við gríðarlega verðhækkun á kolsýru. Stjórnvöld hafa undanfarið greitt bandarísku fyrirtæki til hefja framleiðslu aftur í tveimur áburðarverksmiðjum sem var lokað því þær voru óarðbæðrar. Þær sjá Bretlandi fyrir um 60% þeirrar kolsýru sem er notuð þar.
Án samningsins segir Eustice að mörg sláturshús hefðu klárað kolsýrubyrgðir sínar á örfáum dögum.
Framleiðendur hafa varað við því að skortur gæti orðið á kalkúnakjöti fyrir jólin en kalkúnn er vinsæll hátíðarmatur í Bretlandi. Verslunarkeðjan Iceland segir að tímabundinn samningur bresku ríkisstjórnarinnar til að auka framboð á kolsýru eigi ekki eftir að leysa vandann og bjarga jólunum.