Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 12:21 Lightning-hleðslusnúra frá Apple (t.v.) og USB-C hleðslusnúra (t.h.). Verði tillaga framkvæmdastjórnar ESB að lögum heyrir sú fyrrnefnda sögunni til og öll færanleg raftæki yrðu með USB-C tengi. Vísir/Getty Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. Með reglunum þyrftu allir snjallsíma að vera með svonefndu USB-C hleðslutengi. Margir framleiðendur nota þess konar tengi nú þegar. Apple hefur fram að þessu notað eigin tengi sem. Nýjustu gerðum Apple-tækja fylgja þó snúrur sem hægt er að stinga í USB-C tengi. Fyrir Evrópusambandinu vakir ekki aðeins að einfalda líf milljóna neytenda þannig að þeir þurfi ekki lengur að passa upp á fjölda mismunandi hleðslusnúra fyrir mismunandi raftæki heldur vill það draga úr stórfelldum raftækjaúrgangi. Samkvæmt gögnum framkvæmdastjórnarinnar á meðalmanneskjan í Evrópu að minnsta kosti þrjár hleðslusnúrur og notar tvær þeirra reglulega. Meira en þriðjungur segist ekki hafa getað hlaðið símann sinn að minnsta kosti einu sinni vegna þess að hann fann ekki réttu hleðslusnúruna, að sögn AP-fréttastofunnar. Thierry Breton, framkvæmdastjóri innri markaðar ESB, segir að lögunum sé ætlað að binda enda á sölu á hleðslusnúrum sem ýmist virka ekki fyrir öll tæki eða eru ónauðsynlegar. „Með tillögu okkar geta evrópskir neytendur notað sömu hleðslusnúru með öllum færanlegum raftækjum, mikilvægt skref til að auka þægindi og draga úr sóun,“ segir Breton. Evrópuþingið á enn eftir að fjalla um tillöguna. Verði hún að lögum í Evrópu væri hægt að nota sömu hleðslusnúruna til að hlaða snjallsíma, spjaldtölvur, stafrænar myndavélar, vasaleikjatölvur og heyrnartól. Evrópusambandið Apple Tækni Neytendur Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Með reglunum þyrftu allir snjallsíma að vera með svonefndu USB-C hleðslutengi. Margir framleiðendur nota þess konar tengi nú þegar. Apple hefur fram að þessu notað eigin tengi sem. Nýjustu gerðum Apple-tækja fylgja þó snúrur sem hægt er að stinga í USB-C tengi. Fyrir Evrópusambandinu vakir ekki aðeins að einfalda líf milljóna neytenda þannig að þeir þurfi ekki lengur að passa upp á fjölda mismunandi hleðslusnúra fyrir mismunandi raftæki heldur vill það draga úr stórfelldum raftækjaúrgangi. Samkvæmt gögnum framkvæmdastjórnarinnar á meðalmanneskjan í Evrópu að minnsta kosti þrjár hleðslusnúrur og notar tvær þeirra reglulega. Meira en þriðjungur segist ekki hafa getað hlaðið símann sinn að minnsta kosti einu sinni vegna þess að hann fann ekki réttu hleðslusnúruna, að sögn AP-fréttastofunnar. Thierry Breton, framkvæmdastjóri innri markaðar ESB, segir að lögunum sé ætlað að binda enda á sölu á hleðslusnúrum sem ýmist virka ekki fyrir öll tæki eða eru ónauðsynlegar. „Með tillögu okkar geta evrópskir neytendur notað sömu hleðslusnúru með öllum færanlegum raftækjum, mikilvægt skref til að auka þægindi og draga úr sóun,“ segir Breton. Evrópuþingið á enn eftir að fjalla um tillöguna. Verði hún að lögum í Evrópu væri hægt að nota sömu hleðslusnúruna til að hlaða snjallsíma, spjaldtölvur, stafrænar myndavélar, vasaleikjatölvur og heyrnartól.
Evrópusambandið Apple Tækni Neytendur Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira