Einn greindist smitaður í sóttkví Aðeins einn greindist smitaður af kórónuveirunni í gær og var hann í sóttkví. Þrír greindust smitaðir á landamærunum af af þeim bíða tveir niðurstaðna mótefnamælingar. 6.6.2021 10:53
Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6.6.2021 10:11
Meðferð Dana á hælisleitendum og afglæpavæðing í Sprengisandi Rætt verður um útvistun danskra stjórnvalda á hælisleitendamálum til Afríkulanda, afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna og afstöðu almennings til einkareksturs í heilbrigðiskerfinu í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 6.6.2021 09:39
Allt að 18 stig á Norðausturlandi en skúrir víða um land Víða má búast við skúrum á landinu í dag en útlit er fyrir rigningu með köflum suðaustanlands. Lengst af verður þó bjartviðri og þurrt að kalla um norðaustanvert landið. Áfram verður milt veður og gæti hitinn á Norðausturlandi náð allt að átján stigum. 6.6.2021 09:33
Fleiri en 130 drepnir í árás vígamanna á þorp í Búrkína Fasó Vopnaðir menn drápu fleiri en 130 manns í árás á þorpið Solhan í norðanverðri Búrkína Fasó í nótt. Þeir brenndu heimili fólks og markað þorpsins en ríkisstjórn landsins segir árásina þá verstu um árabil. 6.6.2021 09:00
Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur í eina sæng Íbúar í Þingeyjarsveit og Skútustaðahrepp samþykktu að sameina sveitarfélögin í kosningu sem fór fram í gær. 6.6.2021 08:26
Hundar drápu ungt barn í Noregi Eins og hálfs árs gamalt barn lést þegar tveir hundar réðust á það í bænum Brumunddal í austanverðum Noregi í gær. Hundarnir voru aflífaðir strax í kjölfar. 6.6.2021 08:11
Sóttu kalda og blauta göngumenn á Fimmvörðuháls Björgunarsveitarfólk af Suðurlandi fóru gangandi og á snjósleðum að sækja tvo göngumenn í vandræðum á Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi. Mennirnir voru ekki slasaðir en voru orðnir blautir og kaldir og treystu sér ekki til að halda förinni áfram. 6.6.2021 07:42
Í annarlegu ástandi að skjóta örvum í tré Maður var kærður fyrir brot á vopnalögum eftir að lögreglumenn höfðu afskipti af honum þar sem hann var með boga og örvar á sér í póstnúmeri 110 í gær. Hann sagði lögreglu að hann hefði verið að æfa sig í að skjóta í tré. 6.6.2021 07:17
Willum Þór efstur á lista Framsóknar í suðvestri Aukakjördæmisþing Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi samþykkti framboðslista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í dag og leiðir Willum Þór Þórsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins listann. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar, er í öðru sæti. 5.6.2021 14:41