Yfir þrjátíu stiga hiti á norðanverðum Norðurlöndunum Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2021 13:34 Í Banak við Porsangerfjörð í Noregi mældist hitinn 34,3°C 5. júlí 2021. Hitamet hafa fallið í hitabylgju sem gengur nú yfir Skandinavíuskaga og Finnland. Hitinn hefur farið vel yfir þrjátíu gráður í Lapplandi undanfarna daga. Hæstur mældist hitinn 34,3°C í bænum Banak við Porsangerfjörð í norska hluta Lapplands. Í Utsjoki Kevo nyrst í finnska Lapplandi sýndi hitamælirinn 33,6°C á sunnudag sem er hæsti hiti sem hefur mælst þar í meira en hundrað ár. Once more about the extreme heat in the Arctic Fennoscandia today:34.3°C Banak, the coast of Porsangerfjorden, Norway 🇳🇴30.8°C Makkaur Lighthouse, the coast of Arctic ocean, Norway 🇳🇴33.4°C Tanabru, Norway 🇳🇴33.6°C Utsjoki Kevo, Finland 🇫🇮 pic.twitter.com/oZ0LvzRVrq— Mika Rantanen (@mikarantane) July 5, 2021 Jari Tuovinen, veðurfræðingur hjá finnsku veðurstofunni, sagði finnska ríkisútvarpinu YLE að það sé afbrigðilegt að hitinn fari yfir 32°C í Lapplandi. Hitabylgjan þar væri vegna viðvarandi háþrýstikerfis sem héldi heitu lofti yfir landinu. Loftið sé upprunið í Mið-Evrópu. Júnímánuður var almennt heitur á Skandinavíuskaga, sá heitasti frá upphafi mælinga í Finnlandi og í Svíþjóð voru mörg staðbundin hitamet slegin fyrir þann mánuð, að sögn The Guardian. Skoski veðurfræðingurinn Scott Duncan, sem skrifar meðal annars fyrir bandaríska blaðið Washington Post, sagði á Twitter að hitinn í Banak í Noregi sé sá mesti sem hefur mælst ofan við 70. breiddargráðu norður í Evrópu. Hitinn í Skandinavíu í júní og byrjun júlí hafi víða verið 10-15 stigum yfir meðaltali. Lapland under extreme heat right now. 34.3°C at Banak, Norway 🇳🇴 This level of heat has never been observed above 70 degrees north in Europe before.Scandinavia has been in the oven for a while. A very hot June followed by a hot start to July. Widely 10-15°C hotter than average. pic.twitter.com/dYLHOMrhLQ— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) July 5, 2021 Stutt er síðan hitamet féllu í hrönnum í fordæmalausri hitabylgju á vesturströnd Norður-Ameríku. Michael Reeder, prófessor í veðurfræði við Monash-háskóla í Ástralíu, segir The Guardian að hitabylgjan þar og sú sem nú gengur yfir Skandinavíu tengist. Hitabeltislægð í Kyrrahafi undan ströndum Japans hafi valdið gárum í lofthjúpnum sem ollu þeim veðuraðstæðum sem sköpuðu hitabylgjuna yfir vestanverðu Kanada og norðvestanverðum Bandaríkjunum. „Þetta er eins og að plokka gítarstreng. Truflunin dreifði úr sér með skotvindinum. Hún berst til Norður-Ameríku, hún magnast og skapar stórt háþrýstikerfi í miðju lofthjúpsins,“ segir Reeder. Háþrýstikerfið hafði svo áhrif á loftstrauma yfir Norður-Atlantshafi sem leiddi til hitabylgjunnar yfir Skandinavíuskaga. „Frá því sjónarhorni tengist mikli hitinn yfir Skandinavíu beint því sem gerðist í Norður-Ameríku,“ segir hann. Finnland Svíþjóð Noregur Loftslagsmál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Hæstur mældist hitinn 34,3°C í bænum Banak við Porsangerfjörð í norska hluta Lapplands. Í Utsjoki Kevo nyrst í finnska Lapplandi sýndi hitamælirinn 33,6°C á sunnudag sem er hæsti hiti sem hefur mælst þar í meira en hundrað ár. Once more about the extreme heat in the Arctic Fennoscandia today:34.3°C Banak, the coast of Porsangerfjorden, Norway 🇳🇴30.8°C Makkaur Lighthouse, the coast of Arctic ocean, Norway 🇳🇴33.4°C Tanabru, Norway 🇳🇴33.6°C Utsjoki Kevo, Finland 🇫🇮 pic.twitter.com/oZ0LvzRVrq— Mika Rantanen (@mikarantane) July 5, 2021 Jari Tuovinen, veðurfræðingur hjá finnsku veðurstofunni, sagði finnska ríkisútvarpinu YLE að það sé afbrigðilegt að hitinn fari yfir 32°C í Lapplandi. Hitabylgjan þar væri vegna viðvarandi háþrýstikerfis sem héldi heitu lofti yfir landinu. Loftið sé upprunið í Mið-Evrópu. Júnímánuður var almennt heitur á Skandinavíuskaga, sá heitasti frá upphafi mælinga í Finnlandi og í Svíþjóð voru mörg staðbundin hitamet slegin fyrir þann mánuð, að sögn The Guardian. Skoski veðurfræðingurinn Scott Duncan, sem skrifar meðal annars fyrir bandaríska blaðið Washington Post, sagði á Twitter að hitinn í Banak í Noregi sé sá mesti sem hefur mælst ofan við 70. breiddargráðu norður í Evrópu. Hitinn í Skandinavíu í júní og byrjun júlí hafi víða verið 10-15 stigum yfir meðaltali. Lapland under extreme heat right now. 34.3°C at Banak, Norway 🇳🇴 This level of heat has never been observed above 70 degrees north in Europe before.Scandinavia has been in the oven for a while. A very hot June followed by a hot start to July. Widely 10-15°C hotter than average. pic.twitter.com/dYLHOMrhLQ— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) July 5, 2021 Stutt er síðan hitamet féllu í hrönnum í fordæmalausri hitabylgju á vesturströnd Norður-Ameríku. Michael Reeder, prófessor í veðurfræði við Monash-háskóla í Ástralíu, segir The Guardian að hitabylgjan þar og sú sem nú gengur yfir Skandinavíu tengist. Hitabeltislægð í Kyrrahafi undan ströndum Japans hafi valdið gárum í lofthjúpnum sem ollu þeim veðuraðstæðum sem sköpuðu hitabylgjuna yfir vestanverðu Kanada og norðvestanverðum Bandaríkjunum. „Þetta er eins og að plokka gítarstreng. Truflunin dreifði úr sér með skotvindinum. Hún berst til Norður-Ameríku, hún magnast og skapar stórt háþrýstikerfi í miðju lofthjúpsins,“ segir Reeder. Háþrýstikerfið hafði svo áhrif á loftstrauma yfir Norður-Atlantshafi sem leiddi til hitabylgjunnar yfir Skandinavíuskaga. „Frá því sjónarhorni tengist mikli hitinn yfir Skandinavíu beint því sem gerðist í Norður-Ameríku,“ segir hann.
Finnland Svíþjóð Noregur Loftslagsmál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent