Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Komu í veg fyrir 10.000 manna brúðkaup í New York

Heilbrigðisyfirvöld í New York komu í veg fyrir að samfélag strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn héldi brúðkaupsveislu fyrir allt að 10.000 manns í dag. Fimmtíu manns samkomutakmarkanir eru í gildi í borginni vegna kórónuveirufaraldursins en strangtrúaðir gyðingar hafa amast gegn reglunum.

Talsvert magn olíu í hreinsistöð í Klettagörðum

Olía hefur borist í töluverðu magni inn í hreinsistöð Veitna í Klettagörðum í Reykjavík. Erfitt er sagt að rekja uppruna olíumengunarinnar en hreinsistöðin tekur við fráveituvatni frá stórum hluta höfuðborgarsvæðisins.

Vilja taka 5G-samsæriskenningar fastari tökum

Fimmtán aðildarríki Evrópusambandsins hvetja til þess að sambandið móti áætlun til þess að takast á við upplýsingafals um 5G-væðingu fjarskiptakerfa. Annars telja þau að efnahagsbata og þróun fjarskiptakerfi verði stefnt í voða.

Fauci kom ekkert á óvart að Trump smitaðist

Veikindi Donalds Trump Bandaríkjaforseta af völdum kórónuveirunnar komu Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjastjórnar, ekki ögn á óvart eftir að hann sé Trump taka þátt í viðburði í Hvíta húsinu þar sem sóttvarnatilmæli voru virt að vettugi.

Segja ræningjann hafa sprittað sig fyrir ránið

Maður sem framdi vopnað rán á veitingastað í vesturbæ Reykjavíkur í dag er sagður hafa sprittað sig „í bak og fyrir“ áður en hann lét til skarar skríða. Starfsmenn staðarins sakaði ekki og lofa forsvarsmenn fyrirtækisins þá fyrir að hafa sýnt yfirvegun.

Sjá meira