Synjað um endurupptöku á skaðabótamáli United Silicon Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, á máli þar sem hann er sagður hafa verið dæmdur til að greiða þrotabúi kísilversins 1,2 milljarða króna í bætur. 9.7.2020 21:03
Ríkið býst við reikningi fyrir skimuninni frá Íslenskri erfðagreiningu Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu. 9.7.2020 20:38
Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9.7.2020 18:52
Bolsonaro segist hafa það gott í veikindunum Engan bilbug er að finna á Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, sem segist hafa það „mjög gott“ þrátt fyrir að hann hafi greinst smitaður af kórónuveirunni. Hann þakkar malaríulyfi sem hann hefur hampað mjög hversu mild einkenni hann hafi fengið til þessa. 8.7.2020 23:37
Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8.7.2020 23:24
Ásakanir um spillingu fyrrverandi Spánarkonungs Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu. 8.7.2020 21:29
Forsætisráðherrann lést eftir ríkisstjórnarfund Amadou Gon Coulibaly, forsætisráðherra Fílabeinsstrandarinnar, lést eftir að hann veiktist á miðjum ríkisstjórnarfundi í dag. Coulibaly var nýkominn heim úr meðferð vegna hjartveiki í Frakklandi en hann átti að vera forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins í forsetakosningum í haust. 8.7.2020 20:23
Hætta talin á gasmengun við Múlakvísl Jarðhitavatn undan Mýrdalsjökli sem lekur í Múlakvísl er talin ástæða þess að rafleiðni í ánni hefur vaxið hægt undanfarna daga. Veðurstofan varar við því að hætta sé að mögulegri gasmengun á svæðinu við austanverðan jökulinn. 8.7.2020 18:57
Vitni úr þingrannsókn á Trump hættir í hernum vegna kúgunar og hefndaraðgerða Undirofursti í Bandaríkjaher sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum Donalds Trump forseta í fyrra tilkynnti að hann ætlaði að hætta í hernum í dag. Vísaði lögmaður hans til „ógnana“ og „hefndaraðgerða“ af hálfu forsetans. 8.7.2020 18:28
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forstjóri Icelandair segir félagið ekki komast lengra í viðræðum við flugfreyjur sem kolfelldu nýgerðan kjartasamning. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 8.7.2020 18:00