Sakaði Biden um að ætla að „skaða guð“ Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2020 22:43 Trump réðst harkalega á trú Joe Biden í dag. Biden er kaþólskur en fyrr í vikunni sagði Trump um kaþólikka að þeir „elskuðu“ byssur. AP/Susan Walsh Donald Trump Bandaríkjaforseti vefengdi trúrækni Joe Biden, væntanlegs forsetframbjóðanda Demókrataflokksins, og sagði að hann ætli sér að „skaða guð“ í heimsókn í Ohio í dag. Framboð Biden sakaði forsetann á móti um að notfæra sé Biblíuna í pólitískum tilgangi. Skoðanakannanir benda til þess að Biden hafi töluvert forskot á Trump á landsvísu nú þegar innan við þrír mánuðir eru til forsetakosninga. Trump hefur brugðist við með framandlegum fullyrðingum um að Biden muni sem forseti „leggja niður“ lögregluna og taka byssur af fólki fyrirvaralaust. Forsetinn gekk enn lengra þegar hann heimsótti Ohio í dag með persónuárás sem beindist að trú Biden. „Hann fylgir stefnu róttæka vinstrisins, taka af ykkur byssurnar, eyðileggja annan viðaukann ykkar, engin trúarbrögð, ekkert ekki neitt, skaða Biblíuna, skaða guð. Hann er á móti guði. Hann er á móti byssum. Hann er á móti orku, okkar tegund af orku. Ég held að honum eigi ekki eftir að vegna svo vel í Ohio,“ sagði Trump og vísaði til annars viðaukans við bandarísku stjórnarskrána sem hefur verið túlkuð þannig að hún gefi einstaklingum rétt til að eiga skotvopn. Biden er kaþólskur og hefur meðal annars rætt opinberlega um að trúin hafi hjálpað honum að takast á við lát fyrstu eiginkonu sinnar og barna. Trump, sem nýtur mikil stuðnings evangelískra kristinna kjósenda, er ekki trúaður að því er best er vitað. Hann hefur meðal annars sagst aldrei hafa þurft að biðja guð fyrirgefningar um ævina. Talsmaður framboðs Biden svaraði ummælum forsetans með því að segja að trúin væri kjarni Biden sem manneskju. Hún hafi verið honum styrkur og huggun í miklum erfiðleikum. Sakaði hann Trump um að notfæra sér Biblíuna og að reyna að „sundra þjóðinni á tímum neyðar og sársauka“. Vísaði talsmaður þar til þess þegar Trump lét rýma torg við Hvíta húsið þar sem mótmælendur voru komnir saman með valdi til þess að geta látið mynda sig við kirkju með Biblíu á lofti. Heimsókn Trump til Ohio gekk ekki áfallalaust í dag. Mike DeWine, ríkisstjóri Ohio, sem átti að taka þátt í opinberum viðburði í verksmiðju Whirlpool í dag forfallaðist eftir að hann greindist smitaður af Covid-19. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Trúmál Tengdar fréttir Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18 Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13 Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti vefengdi trúrækni Joe Biden, væntanlegs forsetframbjóðanda Demókrataflokksins, og sagði að hann ætli sér að „skaða guð“ í heimsókn í Ohio í dag. Framboð Biden sakaði forsetann á móti um að notfæra sé Biblíuna í pólitískum tilgangi. Skoðanakannanir benda til þess að Biden hafi töluvert forskot á Trump á landsvísu nú þegar innan við þrír mánuðir eru til forsetakosninga. Trump hefur brugðist við með framandlegum fullyrðingum um að Biden muni sem forseti „leggja niður“ lögregluna og taka byssur af fólki fyrirvaralaust. Forsetinn gekk enn lengra þegar hann heimsótti Ohio í dag með persónuárás sem beindist að trú Biden. „Hann fylgir stefnu róttæka vinstrisins, taka af ykkur byssurnar, eyðileggja annan viðaukann ykkar, engin trúarbrögð, ekkert ekki neitt, skaða Biblíuna, skaða guð. Hann er á móti guði. Hann er á móti byssum. Hann er á móti orku, okkar tegund af orku. Ég held að honum eigi ekki eftir að vegna svo vel í Ohio,“ sagði Trump og vísaði til annars viðaukans við bandarísku stjórnarskrána sem hefur verið túlkuð þannig að hún gefi einstaklingum rétt til að eiga skotvopn. Biden er kaþólskur og hefur meðal annars rætt opinberlega um að trúin hafi hjálpað honum að takast á við lát fyrstu eiginkonu sinnar og barna. Trump, sem nýtur mikil stuðnings evangelískra kristinna kjósenda, er ekki trúaður að því er best er vitað. Hann hefur meðal annars sagst aldrei hafa þurft að biðja guð fyrirgefningar um ævina. Talsmaður framboðs Biden svaraði ummælum forsetans með því að segja að trúin væri kjarni Biden sem manneskju. Hún hafi verið honum styrkur og huggun í miklum erfiðleikum. Sakaði hann Trump um að notfæra sér Biblíuna og að reyna að „sundra þjóðinni á tímum neyðar og sársauka“. Vísaði talsmaður þar til þess þegar Trump lét rýma torg við Hvíta húsið þar sem mótmælendur voru komnir saman með valdi til þess að geta látið mynda sig við kirkju með Biblíu á lofti. Heimsókn Trump til Ohio gekk ekki áfallalaust í dag. Mike DeWine, ríkisstjóri Ohio, sem átti að taka þátt í opinberum viðburði í verksmiðju Whirlpool í dag forfallaðist eftir að hann greindist smitaður af Covid-19.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Trúmál Tengdar fréttir Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18 Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13 Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18
Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13
Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26