Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Enginn lengur á Landspítalanum með Covid-19

Vatnaskil urðu í kórónuveirufaraldrinum á Íslandi í dag en nú liggur enginn sjúklingur lengur inni á Landspítalanum með Covid-19, sjúkdóminn sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Engu að síður en níu sjúklingar enn á sjúkrahúsinu sem eru jafna sig á alvarlegum veikindum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óvissa um opnun landamæra, áhættugreining fyrir Landspítala og sumastörf fyrir námsmenn eru á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Deila Eflingar og sjálfstæðra skóla til sáttasemjara

Formaður Eflingar hefur óskað eftir því að sáttasemjari taki við stjórn á viðræðum í kjaradeilu Eflingarfólks sem starfa hjá fyrirtækjum innan Samtaka sjálfstæðra skóla (SSSK) gagnvart Samtökum atvinnulífsins.

Jón Ásgeir og Ingibjörg vilja þrjá milljarða í bætur frá Sýn

Þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir og félag hennar 365 hf. hefur stefnt fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess og öllum stjórnarmönnum til að greiða þeim alls þrjá milljarða í skaðabætur. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi.

Sameiginlegt verkefni að ná langtímasamningum

Forstjóri Icelandair segir það sameiginlegt verkefni félagsins og starfsmanna að ganga frá langtímasamningum til þess að geta sýnt væntanlegum fjárfestum fram á samkeppnishæfni flugfélagsins. Í viðræðum við flugstéttir sé lögð áhersla á að auka vinnuframlag en verja ráðstöfunartekjur starfsmanna.

Ótímabær opnun gæti leitt til óþarfa dauðsfalla

Einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum sagði Bandaríkjaþingi í dag að verði takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar og óþarfa dauðsfalla. Fjöldi ríkja er byrjaðu að slaka á aðgerðum eða hafa það í hyggju, meðal annars að áeggjan Donalds Trump forseta.

Samþykktu lög um vernd uppljóstrara

Frumvarp um vernd uppljóstrara var samþykkt mótatkvæðalaust á Alþingi nú í kvöld. Nýju lögunum er ætlað að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi með því að veita uppljóstrurum vernd fyrir óréttlátri meðferð eins og uppsögn eða kjaraskerðingu.

Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl

Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið.

Katrín við CNN: Ísland að ná tökum á veirunni

Íslendingar eru að ná tökum á kórónuveirunni en eru meðvitaðir um að bakslag gæti komið síðar. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í viðtali við bandarísku fréttastöðina CNN í dag. Góðan árangur Íslands mætti meðal annars rekja til þess að stjórnvöld hefðu hlustað á sérfræðinga sína og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Braut ítrekað gegn nálgunarbanni grunaður um nauðgun og heimilisofbeldi

Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir karlmanni sem er sakaður um að hafa beitt eiginkonu sína endurteknu og margvíslegu ofbeldi var staðfestur í Landsrétti í gær. Dómurinn taldi nauðsynlegt að maðurinn sætti varðhaldi til að verja konuna og þá sem standa henni næst fyrir árásum hans.

Sjá meira