Flugvél hlekktist á við nauðlendingu á Þingvallavatni Engan sakaði þegar lítilli flugvél hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í gærkvöldi. Nefhjól vélarinnar brotnaði við lendinguna en flugmaðurinn ákvað að lenda á ísnum vegna vélarbilunar. 20.3.2020 20:57
Á fjórða tug starfsmanna bráðadeildar í sóttkví eða veikir Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. 20.3.2020 20:09
Meira en þriðjungur hefur breytt vinnufyrirkomulagi sínu Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að meira en þriðjungur landsmanna vinnur nú heima hjá sér að einhverju eða öllu leyti ef marka má nýja könnun MMR. 20.3.2020 18:54
Konan sem lýst var eftir fundin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að Áslaugu Eik Ólafsdóttur. 20.3.2020 17:57
Rekja skjálftahrinu við Þorbjörn mögulega til niðurdælingar Niðurdæling jarðhitavökva gæti verið hluti af skýringu jarðskjálftahrinu vestan við fjallið Þorbjörn við Grindavík sem hófst í dag. Tveir stærstu skjálftarnir í hrinunni voru yfir þrír að stærð og fundust þeir víða í byggð, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. 19.3.2020 23:57
Íþróttaleikir í borginni eina sem er talið tengja smit í Eyjum Tíu kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest í Vestmannaeyjum. Lögreglan þar segir að það eina sem virðist tengja tilfellin saman séu íþróttakappleikir á höfuðborgarsvæðinu sem einstaklingarnir eða fólk þeim tengdir sótti sem áhorfendur eða leikmenn. Íþróttamiðstöðinni hefur verið lokað tímabundið. 19.3.2020 23:21
Ísland undanþegið útflutningsbanni ESB á lækningavörum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti að leiðrétta reglugerð um útflutningsbann á lækningavörum þannig að það nái ekki til EFTA-ríkjanna innan evrópska efnahagssvæðisins, þar á meðal Íslands. 19.3.2020 22:40
Blaðamenn sömdu við SA Skrifað var undir kjarasamning á milli Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins í dag. 19.3.2020 21:29
Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur 19.3.2020 19:07
Steypubílsþjófurinn sem var handtekinn á vettvangi bruna í síbrotagæslu Karlmaður á þrítugsaldri sem var handtekinn á vettvangi bruna í Veltusundi í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu í fjórar vikur. Sami maður var handtekinn fyrir að stela steypubíl og reyna að stinga lögreglu af í síðustu viku. 19.3.2020 18:41