Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vita ekki hve­nær þau komast heim með líkams­leifar drengsins síns

Foreldrar tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum vita ekki enn þá hvenær þau komast heim til Íslands með líkamsleifar sonar síns. Fjölskylduvinur, sem stendur að söfnun handa fjölskyldunni, segir samfélagið í Árbæ syrgja ljúfan og hæfileikaríkan dreng.

Sam­fé­lagið í Ár­bæ harmi slegið vegna and­láts Maciej

Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins.

Fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups furðar sig á heim­sókn lög­reglu

Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á því sem hann kallar „gjörning“ lögreglu, eftir að lögreglumenn mættu í Skeifuna í gær til að stöðva þar netverslun með áfengi. Hann, eins og aðrir forsvarsmenn netverslana, telur starfsemina innan gildandi laga, sem þó séu meingölluð.

Lygi­leg at­burða­rás í Lands­bankanum

Mikið tjón varð á útibúi Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði í nótt þegar maður bakkaði jeppa inn í útibúið og reyndi að hafa hraðbanka á brott með sér. Ætlunarverkið tókst ekki, maðurinn ók snarlega af vettvangi og er enn ófundinn.

Hætta leitinni í Meradölum

Björgunarsveitir eru að hætta leit við Meradali við Grindavík þaðan sem neyðarboð barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í morgun.

Lög­regla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“

Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja.

Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftir­liti sér­fræðinga

Gestir Múlakaffis sporðrenndu næstum tvö þúsund skömmtum af skötu í dag. Eigandinn hefur nú staðið yfir pottunum á Þorláksmessu í næstum fjörutíu ár og segist hvergi nærri hættur. Fréttamaður fór í skötuveislu og smakkaði í fyrsta sinn á hinu kæsta hnossgæti.

Komust með flug­vélinni á ögur­stundu

Næstum öllu innanlandsflugi var aflýst í dag vegna veðurs og annar jólastormur er í kortunum. Fjöldi örvæntingarfullra símtala barst Icelandair, sem mun bæta við ferðum á morgun ef þörf krefur. Fréttastofa ræddi við farþega sem komust heim fyrir jól, með einu innanlandsvélinni sem tók á loft í dag.

„Skíta­veður á að­fanga­dags­kvöld og jóla­dag“

Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn.

Sjá meira