Við fjöllum um málið og sýnum dæmi um myndböndin sem eru í umferð á miðlunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.
Ekki er unnt að reisa vatnsaflsvirkjanir og óvissa ríkir um viðamiklar innviðaframkvæmdir. Þetta er mat Umhverfisstofnunar eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var ógilt. Stjórnvöld voru á fimm ára tímabili upplýst í þrígang um að eyða þyrfti þessari óvissu. Umhverfisráðherra undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingu.
Bann við samfélagsmiðlinum TikTok tekur að óbreyttu gildi í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Íslenskur áhrifavaldur býr sig undir að tapa fjölda fylgjenda en gerir ráð fyrir að notendur streymi inn á aðra miðla í staðinn.
Við sýnum einnig frá fyrstu skóflustungu Borgarlínuverkefnisins sem tekin var á Kársnesi í dag og verðum í beinni útsendingu frá Ljósmyndahátíð Íslands, sem hefst með mikilli viðhöfn í kvöld. Þá hittir Magnús Hlynur söngelska starfskonu á hjúkrunarheimilinu Móbergi, sem heldur gjarnan uppi stuðinu á heimilinu með tónleikum.
Við verðum svo í beinni útsendingu frá Zagreb í Sportpakkanum og ræðum við Elliða Snæ Vignisson fyrirliða íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sem fékk reisupassann í leik Íslands og Grænhöfðaeyja á HM í gær.