Landabruggið á Ísólfsskála breytti örlögum Guðbergs Uppræting bruggverksmiðju í helli við Ísólfsskála á fjórða áratugnum varð til þess að foreldrar Guðbergs Bergssonar rithöfundar ákváðu að flytja þaðan þegar Guðbergur var þriggja ára. Hann ólst því upp í Grindavík en ekki sem bóndasonur á Ísólfsskála, þar sem hann er fæddur. 13.11.2021 15:30
Fyrsta sem Drífa gerði var að horfa til Heklu „Ég náttúrlega stökk út í glugga til að kíkja á Heklu, vinkonu mína. Ég hef hana fyrir augunum og beint úr eldhúsglugganum,“ sagði Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður og bóndi á Keldum á Rangárvöllum. 11.11.2021 22:00
Fyrsta veiðiskipið ræst af stað á næstu loðnuvertíð Loðnuveiðar, sem gætu orðið þær mestu í tuttugu ár, eru að hefjast, þremur mánuðum fyrr en síðastliðinn vetur, og var fyrsta veiðiskipið að búa sig brottfarar í Sundahöfn í Reykjavík í dag. 8.11.2021 22:21
Freyja komin til Reykjavíkur Varðskipið Freyja, nýjasta fley Landhelgisgæslunar, kom til Reykjavíkur í fyrsta sinn síðdegis eftir siglingu frá heimahöfn sinni á Siglufirði. Þar hafði komu hennar til landsins verið fagnað með viðhöfn á laugardag. 8.11.2021 21:10
Mergjaðar sögur Guðbergs frá æskuárum á Ísólfsskála Guðbergur Bergsson rithöfundur hafði enga trú á því í sumar að hraunrennslið frá eldstöðinni í Geldingadölum myndi fara yfir Ísólfsskála. Fremur en að fjalla um eyðingu jarðarinnar kaus Guðbergur að segja okkur mergjaðar sögur frá æskuheimili sínu. 8.11.2021 17:18
Galdramaðurinn í Odda sem færði Íslendingum ritlistina „Skall þar hurð nærri hælum,“ er máltæki rakið til Sæmundur fróða þegar hann yfirgaf Svartaskóla í Frakklandi og járnhurðin skall svo fast aftur á hæla hans að hælbeinin særðust. 7.11.2021 10:56
„Að flagna er fararheill“ sagði forsetinn um Freyju Koma varðskipsins Freyju í flota Landhelgisgæslunnar gjörbreytir björgunar- og öryggismálum Gæslunnar, að mati forstjóra hennar. Skipið muni gegna mikilvægu hlutverki í öryggi á norðurslóðum. Forseti Íslands og margmenni tóku á móti Freyju þegar hún sigldi í heimahöfn sína í fyrsta skipti á Siglufirði í dag. 6.11.2021 21:51
Ísfirðingar komast langleiðina að Dynjanda á bundnu slitlagi Nýr vegarkafli í Arnarfirði með bundnu slitlagi var opnaður umferð eftir hádegi í dag. Hann er 4,3 kílómetra langur milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Vegurinn um Meðalnes og Mjólkárhlíð færist við þetta úr fjallshlíðinni og niður undir fjöruborð. 4.11.2021 17:45
Vegagerð um Teigsskóg boðin út á næstu vikum Eftir tveggja áratuga deilur um Teigsskóg er komið að því að bjóða út vegagerð í gegnum skóginn umdeilda og er stefnt er að því að vinnuvélar verði komnar á svæðið síðla vetrar. 3.11.2021 22:11
Meira byggt í Bolungarvík en sést hefur í seinni tíð Óvenju mikil umsvif eru í húsbyggingum í Bolungarvík, bæði í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Ráðamenn bæjarins segjast í seinni tíð ekki hafa séð annan eins fjölda umsókna um lóðir undir nýjar íbúðir. 2.11.2021 22:22