fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gosórói minnkar aftur og lítið sést til jarðelds

Verulega hefur dregið úr gosóróa í Fagradalsfjalli frá hádegi, samkvæmt óróariti Veðurstofunnar. Þá hefur ekki sést til glóandi hrauns renna frá gígnum síðustu klukkustundir á vefmyndavél Vísis.

Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut

Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut.

Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili

Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi.

Eldgosið sést á ný í kröftugum gusuham á vefmyndavél Vísis

Eftir að hafa verið hulið sjónum manna og vefmyndavéla undanfarinn sólarhring sést núna á ný til eldgígsins í Geldingadölum en þokunni létti af eldstöðinni um kvöldmatarleytið. Á vefmyndavél Vísis mátti sjá að mikill kraftur hefur verið í gosinu í kvöld og hraunið flætt í gusum frá gígnum með reglubundnu millibili.

Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð

Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor.

Grænlenskar riffilstúlkur til barnaverndarnefndar

Grænlensku stúlkurnar þrjár, sem lögregla handók í gær fyrir að skjóta á þorpið Ikamiut við Diskó-flóa, hafa verið færðar í umsjón barnaverndaryfirvalda. Þær reyndust allar undir átján ára aldri og teljast því vera börn í skilgreiningu laganna.

Grænlenskar stúlkur létu riffilskotin vaða

Uppnám varð í þorpinu Ikamiut á vesturströnd Grænlands í dag þegar þrjár stúlkur á stolnum báti tóku upp á því að skjóta á þorpið af bátnum utan við höfnina. Íbúar voru beðnir um að halda sig frá hafnarsvæðinu meðan beðið væri aðstoðar lögreglu.

Markmið Play að stækka upp í fimmtán þotur á fjórum árum

Flugfélagið Play hóf sína fyrstu áætlunarferð undir heiðursvatnsbunu á Keflavíkurflugvelli í dag. Forstjórinn segir þetta risastóran dag. Félagið verði þó byggt rólega upp en stefnt á að vaxa upp í fimmtán flugvélar á næstu fjórum árum.

Sjá meira