Gígjukvísl orðin tíföld og grannt fylgst með merkjum um gosóróa Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2021 20:55 Gígjukvísl í gær þar sem hún flæmdist um Skeiðarársand, neðan hringvegarins. Fjær sést í Lómagnúp. Vísir/RAX Hlaupið úr Grímsvötnum brýst núna fram á Skeiðarársandi með vaxandi þunga og var vatnsrennsli í Gígjukvísl í dag orðið tífalt miðað við árstíma. Veðurstofan segir í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Engin merki hafa þó enn sést um eldsumbrot. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að frá því hlaupið hófst fyrir hálfum mánuði hafði íshellan yfir Grímsvötnum nú undir kvöld sigið um átján metra, eða um átta metra frá því í gær, og hefur því nálgast hratt það tuttugu metra sig sem dugði til að hleypa af eldgosi árið 2004. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með vísindamenn á Grímsfjall síðdegis í gær til að lagfæra mælitæki.Landhelgisgæslan Engin merki um gosóróa hafa þó sést í dag á jarðskjálftamælum á Grímsfjalli, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu, sem tekur fram í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að mælingar sýni að aðstæður séu með þeim hætti að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Ekkert sé þó hægt að fullyrða um að eldgos verði samfara þessu hlaupi en fylgst sé grannt með skjálftavirkni sem gæti gefið vísbendingar um yfirvofandi gos. Kortið sýnir áætlaða rennslisleið hlaupsins úr Grímsvötnum og til sjávar.Grafík/Ragnar Visage Rennslið úr Grímsvötnum var í dag komið í 1.300 rúmmetra á sekúndu en hlaupvatnið fer um farveg undir jöklinum og brýst svo fram undan Skeiðarárjökli, einkum úr gamla útfalli Skeiðarár. Hlaupvatnið fer síðan vestur með jökulsporðinum og sameinast í farvegi Gígjukvíslar. Þar á brúnni mældu vatnamælingamenn Veðurstofu í dag rennslið í 930 rúmmetrum á sekúndu. Hafði það nær þrefaldast á þremur sólarhringum og er þetta tífalt rennsli árinnar miðað við árstíma. Vatnamælingamenn Veðurstofunnar að störfum við Gígjukvísl í dag. Gunnar Sigurðsson sést í speglinum taka aurðburðarsýni á brúnni yfir ána.Veðurstofan/Njáll Fannar Reynisson Spáð er að hlaupið núna verði þó innan við einn tíundi hluti þess sem var í hamfarahlaupinu í Gjálpargosinu fyrir aldarfjórðungi en það sópaði burt brúnni yfir Gígjukvísl og hluta Skeiðarárbrúar. Það hlaup breytti hlauprásinni undir jöklinum og ísstíflunni í Grímsvötnum, að sögn Helga Björnssonar jöklafræðings. „Þá eyðileggst þessi stífla,“ segir Helgi. Hlaupvatnið hafi eftir það laumað sér meðfram Grímsfjalli. Helgi Björnsson jöklafræðingur.Sigurjón Ólason „Þannig hefur það verið alla tíð síðan. En núna er hún farin að gróa, þessi stífla, og þá fer þetta að verða eins og gömlu hlaupin; vex hægt og rólega,“ segir jöklafræðingurinn. Sem þýðir að mannvirki eru núna talin í lítilli hættu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Almannavarnir Skaftárhreppur Hornafjörður Tengdar fréttir Vatnsflæðið úr Grímsvötnum komið í þrefalt rennsli Ölfusár Kraftur Grímsvatnahlaupsins fer stigvaxandi og er flæðið úr vötnunum núna á við þrefalt rennsli Ölfusár. Þá hefur íshellan yfir vötnunum sigið um sex metra frá því í gær og alls um sextán metra frá því hlaup hófst þar fyrir hálfum mánuði. Engin merki sjást enn um eldsumbrot. 2. desember 2021 12:07 Grímsvatnahlaupið brestur undan jaðri Skeiðarárjökuls Grímsvatnahlaupið er byrjað að bresta undan jaðri Skeiðarárjökuls og lýstu Almannavarnir síðdegis yfir óvissustigi. Vatnshæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra í dag en hvorki brúin né önnur mannvirki eru talin í hættu. Spenna ríkir um hvort eldgos fylgi hlaupinu en engin merki um gosóróa hafa enn sést. 1. desember 2021 22:11 Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. 1. desember 2021 16:31 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að frá því hlaupið hófst fyrir hálfum mánuði hafði íshellan yfir Grímsvötnum nú undir kvöld sigið um átján metra, eða um átta metra frá því í gær, og hefur því nálgast hratt það tuttugu metra sig sem dugði til að hleypa af eldgosi árið 2004. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með vísindamenn á Grímsfjall síðdegis í gær til að lagfæra mælitæki.Landhelgisgæslan Engin merki um gosóróa hafa þó sést í dag á jarðskjálftamælum á Grímsfjalli, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu, sem tekur fram í tilkynningu nú síðdegis að vísindamönnum komi saman um að mælingar sýni að aðstæður séu með þeim hætti að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Ekkert sé þó hægt að fullyrða um að eldgos verði samfara þessu hlaupi en fylgst sé grannt með skjálftavirkni sem gæti gefið vísbendingar um yfirvofandi gos. Kortið sýnir áætlaða rennslisleið hlaupsins úr Grímsvötnum og til sjávar.Grafík/Ragnar Visage Rennslið úr Grímsvötnum var í dag komið í 1.300 rúmmetra á sekúndu en hlaupvatnið fer um farveg undir jöklinum og brýst svo fram undan Skeiðarárjökli, einkum úr gamla útfalli Skeiðarár. Hlaupvatnið fer síðan vestur með jökulsporðinum og sameinast í farvegi Gígjukvíslar. Þar á brúnni mældu vatnamælingamenn Veðurstofu í dag rennslið í 930 rúmmetrum á sekúndu. Hafði það nær þrefaldast á þremur sólarhringum og er þetta tífalt rennsli árinnar miðað við árstíma. Vatnamælingamenn Veðurstofunnar að störfum við Gígjukvísl í dag. Gunnar Sigurðsson sést í speglinum taka aurðburðarsýni á brúnni yfir ána.Veðurstofan/Njáll Fannar Reynisson Spáð er að hlaupið núna verði þó innan við einn tíundi hluti þess sem var í hamfarahlaupinu í Gjálpargosinu fyrir aldarfjórðungi en það sópaði burt brúnni yfir Gígjukvísl og hluta Skeiðarárbrúar. Það hlaup breytti hlauprásinni undir jöklinum og ísstíflunni í Grímsvötnum, að sögn Helga Björnssonar jöklafræðings. „Þá eyðileggst þessi stífla,“ segir Helgi. Hlaupvatnið hafi eftir það laumað sér meðfram Grímsfjalli. Helgi Björnsson jöklafræðingur.Sigurjón Ólason „Þannig hefur það verið alla tíð síðan. En núna er hún farin að gróa, þessi stífla, og þá fer þetta að verða eins og gömlu hlaupin; vex hægt og rólega,“ segir jöklafræðingurinn. Sem þýðir að mannvirki eru núna talin í lítilli hættu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Almannavarnir Skaftárhreppur Hornafjörður Tengdar fréttir Vatnsflæðið úr Grímsvötnum komið í þrefalt rennsli Ölfusár Kraftur Grímsvatnahlaupsins fer stigvaxandi og er flæðið úr vötnunum núna á við þrefalt rennsli Ölfusár. Þá hefur íshellan yfir vötnunum sigið um sex metra frá því í gær og alls um sextán metra frá því hlaup hófst þar fyrir hálfum mánuði. Engin merki sjást enn um eldsumbrot. 2. desember 2021 12:07 Grímsvatnahlaupið brestur undan jaðri Skeiðarárjökuls Grímsvatnahlaupið er byrjað að bresta undan jaðri Skeiðarárjökuls og lýstu Almannavarnir síðdegis yfir óvissustigi. Vatnshæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra í dag en hvorki brúin né önnur mannvirki eru talin í hættu. Spenna ríkir um hvort eldgos fylgi hlaupinu en engin merki um gosóróa hafa enn sést. 1. desember 2021 22:11 Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. 1. desember 2021 16:31 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Vatnsflæðið úr Grímsvötnum komið í þrefalt rennsli Ölfusár Kraftur Grímsvatnahlaupsins fer stigvaxandi og er flæðið úr vötnunum núna á við þrefalt rennsli Ölfusár. Þá hefur íshellan yfir vötnunum sigið um sex metra frá því í gær og alls um sextán metra frá því hlaup hófst þar fyrir hálfum mánuði. Engin merki sjást enn um eldsumbrot. 2. desember 2021 12:07
Grímsvatnahlaupið brestur undan jaðri Skeiðarárjökuls Grímsvatnahlaupið er byrjað að bresta undan jaðri Skeiðarárjökuls og lýstu Almannavarnir síðdegis yfir óvissustigi. Vatnshæðin í Gígjukvísl hefur hækkað um einn metra í dag en hvorki brúin né önnur mannvirki eru talin í hættu. Spenna ríkir um hvort eldgos fylgi hlaupinu en engin merki um gosóróa hafa enn sést. 1. desember 2021 22:11
Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag. 1. desember 2021 16:31