Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sigraði í al­þjóð­legri kokteilakeppni á Kýpur

Grétar Matthíasson, margfaldur Íslandsmeistari í kokteilagerð, sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni sem haldin var í Limassol á Kýpur um síðustu helgi. Margir af fremstu barþjónum heims tóku þátt í keppninni en allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa áður sigrað landskeppnir eða sigrað í alþjóðlegum keppnum.

Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni

Stór hluti þeirra verslana sem hafa verið lokaðar frá brunanum í Kringlunni í sumar var opnaður á ný í dag. Elísabet Inga kíkti í opnunarpartý í Kringlunni í kvöld og ræddi við Baldvinu Snælaugsdóttur markaðsstjóra Kringlunnar.

Gætu kosið stra­tegískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum

Samfylkingin og Viðreisn gætu myndað ríkisstjórn með einum eða tveimur flokkum í viðbót miðað við nýjustu könnun Maskínu. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar gæti verið í hættu á að ná ekki inn og fjölgun flokka á mörkum þess að ná inn þingmanni gæti boðið upp á strategíska kosningu. 

Funda á­fram hjá sátta­semjara á morgun

Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta boðun verkfalls í janúar. Samninganefnd Kennarasambandsins, ríkis og sveitarfélaga fundaði í dag hjá sáttasemjara þriðja daginn í röð.

Enda­lok gos­hrinunnar teygist inn á mitt næsta ár

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist standa við þá fullyrðingu að eldgosatímabilinu muni ljúka fljótlega við Sundhnúksgígaröðina. Hann hefur áður fullyrt að því myndi ljúka í haust en það varð ekki raunin. Sjöunda gosið á einu ári hófst klukkan 23:14 í gær, en sjötta gos þessa árs. 

„Laugarnesið hafði mjög mikil á­hrif á mig í upp­vexti“

Andrea Fanney Jónsdóttir textílhönnuður og klæðskerameistari opnaði síðustu helgi listasýninguna För þar sem öll prjónaverkin eru innblásin af fuglalífi borgarinnar. Sýningin er hluti af Prjónavetri í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi og er sú fyrsta í röð stuttra sýn­inga og við­burða vet­ur­inn 2024 til 25, þar sem ljósi er varpað á prjóna­hönn­un og stöðu ís­lensks prjóna­iðn­að­ar.

Rýming í Bláa lóninu og Grinda­vík gengur vel

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna.

Sjá meira