Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. 6.5.2025 22:15
Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Berjaya Hotels Iceland hefur tilkynnt að þau ætli að nýta forleigurétt sinn við Reiti fasteignafélag hf. að Hilton Reykjavík Nordica og Reykjavík Natura hótel er staðsett. Íslandshótel gerðu samning við Reiti í síðasta mánuði um rekstur og leigu til sautján mánaða með þeim fyrirvara að Berjaya hefði forleigurétt. 6.5.2025 21:40
Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir mikilvægara en nokkru sinni fyrr að varðveita þau gildi sem norrænt samfélag byggir á. Þegar áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ hafi fordæmisgildi „hins mjúka valds Norðurlanda“ aldrei verið meira. 6.5.2025 21:02
Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ, afhenti Ölmu Möller heilbrigðisráðherra fyrsta álfinn í álfasölu SÁÁ þetta árið. Álfasalan hefst á morgun. Tekjum af sölunni er samkvæmt tilkynningu ætla að styðja við meðferðastarf SÁÁ. 6.5.2025 18:19
Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Icelandair flutti 381 þúsund farþega í apríl, 24 prósent fleiri en í apríl 2024. Það sem af er ári hefur félagið flutt yfir 1,2 milljón farþega. Í mánuðinum voru 29 prósent farþega á leið til landsins, 19 prósent frá landinu, 47 prósent voru tengifarþegar og fimm prósent ferðuðust innanlands. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Icelandair. 6.5.2025 18:08
Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Sigurði Almari Sigurðssyni sem grunaður er um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann á Hverfisgötu aðfaranótt 1. maí. Eva Hauksdóttir, lögmaður hans, segir ekki yfirvofandi hættu en þó áhyggjuefni að hann gangi frjáls. Hann þurfi stöðuga umönnun og aðstoð. 6.5.2025 17:35
Sólon lokað vegna gjaldþrots Veitingahúsið Sólon er hætt starfsemi. Þórir Jóhannsson sem átti staðinn segir félagið sem hafi rekið veitingastaðinn hafa farið í gjaldþrot fyrir um tveimur mánuðum. Hann hafi reynt að halda starfseminni gangandi en ekki náð samkomulagi við húseigendur um framhald á rekstri í húsinu. 6.5.2025 16:20
Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað nýjan fulltrúa í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) til að uppfylla lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá stjórnarráðinu. 6.5.2025 15:49
Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og eiginkona hans Kristín Ólafsdóttir fögnuðu fimmtugsafmæli knattspyrnumannsins David Beckham um helgina. Beckham og Björgólfur hafa verið vinir lengi. 4.5.2025 23:12
Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Mæðginin Arnhildur og Arnar hafa síðustu daga unnið hörðum höndum að því að koma upp sýningu sinni á Feneyjartvíæringnum í arkitektúr. Í sýningunni er fjallað um nýjar leiðir til að nota hraun í arkitektúr. Róttæk leið til að takast á við öfgafullar aðstæður segir Arnhildur. 4.5.2025 22:50