Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Framkvæmdastjóri Samhjálpar hefur stöðvað framkvæmdir á nýrri Kaffistofu Samhjálpar við Grensásveg 46 þar til grenndarkynningu er lokið. Hópur íbúa sem býr í nágrenni við nýtt húsnæði kaffistofunnar hefur mótmælt opnun kaffistofunnar í hverfinu en í íbúagrúppu hverfisins á Facebook eru íbúar aftur á móti mjög jákvæðir. 21.11.2025 13:01
Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur kynnt ýmsar nýjar reglur um atkvæðagreiðslu og kynningu laga sem taka þátt í Eurovision sem eiga að tryggja hlutleysi. Reglurnar verða ræddar á fundi þátttökuþjóða í desember og eru viðbragð við áhyggjum margra þjóða af afskiptum Ísraela af atkvæðagreiðslu í fyrra. 21.11.2025 09:29
Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Hallveig, félag Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík, ákvað á félagsfundi þann 12. nóvember að halda forprófkjör í desember 2025 fyrir prófkjör Samfylkingar í sveitarstjórnarkosningum 20226. Forseti segir það tilraun hreyfingarinnar til að koma ungu fólki að í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Illa hafi gengið í síðasta prófkjöri að koma ungum einstaklingum að. 21.11.2025 08:31
Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Grindavíkurnefndin ætlar nú, tveimur árum frá rýmingu, að kanna hvernig Grindvíkingum líður og skoða hvaða afstöðu fólk hefur til framtíðar í Grindavík. Jóhanna Lilja Birgisdóttir, sálfræðingur og nefndarmaður í Grindavíkurnefnd, segir stefnt að því að hafa fyrstu niðurstöður könnunar tilbúnar í janúar. Vinnu eigi að vera lokið áður en Grindavíkurnefndin lýkur störfum í maí á næsta ári. 21.11.2025 07:16
„Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Kanadíski leikarinn Spencer Lofranco er látinn, 33 ára að aldri. Lofranco var þekktastur fyrir að leika son John Travolta í kvikmyndinni Gotti. Hann lést 18. nóvember í Bresku Kólumbíu í Kanada. Dánarorsök liggur ekki fyrir og er andlát hans til rannsóknar samkvæmt erlendum miðlum. 20.11.2025 23:17
Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Karl og kona á þrítugsaldri voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í gæsluvarðhald til 3. desember að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á auðgunarbrotum. 20.11.2025 22:32
Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Síminn hefur sótt um að fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum sínum þar til um mitt næsta ár. Tæknistjóri Nova segir Nova nær búið að fasa út sína senda. Unnið hafi verið að því frá ársbyrjun síðasta árs. 20.11.2025 22:23
Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins vill að fjármagn fylgi barni þegar kemur að fíknimeðferðum. Hún segir að á meðan ekki sé hægt að tryggja aðgengi og öryggi barna í meðferðarúrræðum á Íslandi eigi foreldrar og forráðamenn að geta leitað annað og fengið fjármagn með. 20.11.2025 22:03
Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir fund sinn með Karli 3. Bretakonungi hafa verið „ánægjulegan“. Það segir Halla í færslu á Facebook þar sem hún birtir einnig mynd af sér með konunginum. Halla hitti konunginn í Buckinham-höll í London. 20.11.2025 17:59
Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, gefur ekki kost á sér aftur til oddvita Samfylkingar. Hún tók nýlega við sem samskiptastjóri Sjúkrahússins á Akureyri og segir í svari til Akureyri.net að hún ætli að einbeita sér að því. 20.11.2025 17:22