Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tugir hjóla frá Siglu­firði til Dal­víkur í nýrri fjallahjólakeppni

The Rift MTB, ný fimm daga fjallahjólakeppni, fer fram á á Norðurlandi frá miðvikudegi til sunnudags. Keppt er í tveggja manna liðum þar sem hjólað er í gegnum fjölbreytt landslag Norðurlands. Alls taka 80 keppendur þátt í 40 liðum. Keppnin er skipulögð af Lauf Cycles í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda aðila.

Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs.

Sjálf­stæðis­flokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsti flokkurinn í borginni. Það sýna nýjar niðurstöður borgarvita Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Píratar bæta við sig fylgi í borgarstjórn miðað við fylgi sem var í júní á þessu ári. Kosningar til sveitarstjórnar fara fram næsta vor. 

Al­var­legt hversu mörg börn skorti sam­kennd

Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands og fyrrum formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir meira agaleysi meðal barna og minni samkennd. Það hafi alvarleg áhrif á möguleika þeirra til að læra.

Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi

Magnús Bjarki Snæbjörnsson smiður leitar nú logandi ljósi að kofa sem hann keypti af sveitarfélaginu Bláskógabyggð og ætlaði að flytja að sumarhúsi frændfólks síns og gera upp. Kofann keypti hann síðustu mánaðamót af Bláskógabyggð, en þegar hann fór að sækja hann í dag var hann horfinn.

Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tón­leika

Tónlistarmennirnir Pétur Ben, Gunni Hilmars úr Sycamore Tree og Frosti Logason og Frosti Gringo úr hljómsveitinni Mínus tóku allir pásu í miðju tíu kílómetra hlaupi í gær til að halda tónleika. Þeir fluttu lagið „Kings of the underpass“ sem samið var um Loft Gunnarsson sem lést árið 2012. 

Evrópu­sam­bandið, mennta­mál, stýrivextir og Gasa í Sprengi­sandi

Það er fjölbreytt dagskrá að vanda í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Fyrstur kemur Davíð Þór Björgvinsson, prófessor í lögfræði, og ræðir um fullveldishugtakið í tengslum við hugsanlega aðildarumsókn að ESB og fer meðal annars yfir nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá sem verða að eiga sér stað í slíku ferli.

Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita

Seltjarnesbær heldur í dag árlegan Fjölskyldudag sinn í Gróttu. Dagskrá stendur frá klukkan 12 til 14. Hægt verður að heimsækja Gróttuvita, sjá Spiderman klifra upp vitann auk þess sem hægt verður að skoða lífríkið með líffræðingi og föndra flugdreka.

Al­var­legt slys á starfs­mönnum á Ís­lands­meistar­móti í rallycross

Síðdegis í dag slösuðust tveir starfsmenn á Íslandsmóti í Rallycrossi á rallycrossbraut Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar, AÍH, við Krýsuvíkurveg. Í myndbandi af atvikinu má sjá að einn ökumaður missir stjórn á bílnum og veltir honum upp brekku og beint á tvo starfsmenn. Slysið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá sjúkrafulltrúa. 

Sjá meira