Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nokkur fjöldi fastur á Fjarðar­heiði í gær

Björgunarsveitir á Héraði og Seyðisfirði voru kallaðar út síðdegis í gær vegna nokkurs fjölda fólks í vandræðum á Fjarðarheiði. Ruðningstæki var einnig fast við Efri Staf og nokkrir bílar þar á eftir sem komust hvergi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbjörg.

Gagn­rýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjósta­skimunina

Konur með BRCA-stökkbreytingu þurfa að greiða meira fyrir krabbameinsskinum í brjóstum en konur sem fara í hefðbundna skimun. Þær greiða 12 þúsund fyrir röntgenmyndatökuna. Gjald í brjóstaskimun var síðasta haust lækkað úr sex þúsund krónum í 500 krónur.

Fötlunin ekki stærsta á­fallið heldur veikindin sem fylgdu

Í dag opna ljósmyndararnir Þórsteinn Svanhildarson og Hrafn Hólmfríðarson ljósmyndasýninguna Sitt hvoru megin við sama borðið. Sýningin er þeim báðum afar persónuleg en hún fjallar um náið samband umönnunaraðila og þess sem hugsað er um. Þórsteinn á langveika dóttur og Hrafn fékk heilablæðingu árið 2009 þegar hann var aðeins 19 ára gamall.

Aktivistahópurinn Öfgar er hættur

Aktivistahópurinn Öfgar er hættur. Það tilkynna stjórnendur hópsins á Instagram. Hópurinn samanstendur af ýmsum konum en þær sem hafa komið fram fyrir hann eru til dæmis Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir, Helga Benediktsdóttir, Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir, Ólöf Tara Harðardóttir og Ninna Karla Katrínardóttir.

Fjögur skip hefja leit að loðnu

Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið.

Fé­lag for­stöðu­manna fundar um bréf ráð­herra um hag­ræðingu

Stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana fundar næstkomandi mánudag og mun þá fara yfir bréf forsætis- og fjármála- og efnahagsráðherra um það hvernig megi hagræða í rekstri. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar er formaður stjórnarinnar. Í samtali við fréttastofu segist Helga ekki hafa heyrt í félagsmönnum í dag eftir að bréfið var sent út.

Dóttir Ernu Mistar og Þor­leifs Arnar fædd

Dóttir Ernu Mistar Yamagata listakonu og Þorleifs Arnar Arnarssonar er nú fædd. Parið greinir frá því á Instagram í dag. „Bjóðum þessa fögru dömu velkomna í heiminn,“ segir Þorleifur við færsluna.

Sjá meira