MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Matvælastofnun hefur til rannsóknar gat á nótarpoka í sjókví Arnarlax við Vatnseyri í Patreksfirði. Gat á nótunni uppgötvaðist síðasta fimmtudag, 20. Mars, og var lokað samdægurs. Matvælastofnun rannsakar meðal annars hvort strok hafi átt sér stað og hvort Arnarlax hafi virkjað og farið eftir eigin verklagsreglum og viðbragðsáætlunum. 24.3.2025 14:23
Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, hefur nú verið ákærður fyrir að hafa í fórum sínum um sex þúsund myndir og tvö þúsund myndskrár af barnaníðsefni. Auk þess fannst á heimili hans kynlífsdúkka sem lítur út eins og barn. 24.3.2025 13:09
Vill að sveitarfélögum verði skylt að semja við einkarekna skóla Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins leggur í vikunni fram frumvarp sem skyldar sveitarfélög til að semja við einkarekna leikskóla sé óskað eftir því. Áslaug ræddi leikskólamál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og brást einnig við færslu Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi ráðherra, um aðkomu hennar að máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. 24.3.2025 09:13
„Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Sálfræðingur hjá Taktu skrefið segir skömm sameiginlega hjá öllum sem leiti til þeirra. Stóra markmið meðferðarinnar sé að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Rannsóknir sýni að meðferð geti komið í veg fyrir að menn brjóti aftur af sér. Stór hluti sem leitar til þeirra er þó einnig fólk sem ekki hefur brotið á öðrum en er með hugsanir eða langanir sem það hefur áhyggjur af. 23.3.2025 12:31
Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Denis Finders flutti á síðasta ári með fjölskyldu sinni frá Sviss til Íslands. Denis hefur síðustu ár starfað sem plötusnúður og búið til sterkar sósur í frítíma sínum. Hann lætur nú drauminn rætast um að koma sósunni sinni í sölu á Íslandi eins og í Sviss. 22.3.2025 11:03
Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Malbikað verður fyrir einn milljarð í Reykjavík í sumar og til viðbótar verður farið í malbiksviðgerðir fyrir 200 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja framkvæmdir við fræsun og yfirlagnir í maí og áætlað er að þeim ljúki í september. Malbiksviðgerðir eru unnar allt árið og samhliða fræsun og yfirlögnum. 20.3.2025 10:26
Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Jóhann G. Jóhannsson, meðstofnandi og stjórnarformaður Alvotech og partner Aztiq og Björn Zoega, framkvæmdastjóri á King Faisal Specialist Hospital and Research Centre, segja íslensk heilbrigðiskerfi eftir á. Það sé nauðsynlegt að skoða og taka ákvarðanir um innleiðingu stafrænna lausna. 20.3.2025 09:03
„Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir meira af ófjármögnuðum útgjöldum en hún hafi átt von á. Ríkiskassinn sé ekki tómur en það þurfi að passa afskaplega vel upp á það sem er í honum. Það þurfi að passa að tekjur dugi fyrir útgjöldum og þannig hafi það ekki verið í mörg ár. 17.3.2025 09:41
Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Páll Pálsson fasteignasali segir ekki gott að segja til um áhrifin af fyrirhuguðu frumvarpi stjórnvalda um skammtímaleigu. Íbúðum í langtímaleigu muni líklega fjölga frekar en að fólk selji íbúðirnar. Páll fór yfir möguleg áhrif frumvarpsins og fasteignamarkaðinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 14.3.2025 23:33
Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Fanney B. Pétursdóttir, þjónustustjóri hjá Póstinum, segir marga viðskiptavini hafa samband við þjónustuver Póstsins á degi hverjum vegna falsaðra skilaboða sem hafa borist þeim. 14.3.2025 23:09