Vaktin: Eldgos hafið við Sundhnúksgíga Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8.2.2024 06:11
Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Nýr listrænn stjórnandi Iittala hefur nú svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir merkið. Í stað rauða litarins sem hefur einkennt merkið í áratugi, og auðvitað rauðu límmiðana, er nú tekinn við gulur ferskari litur. 7.2.2024 08:56
Endurgreiða konu 8.500 krónur vegna mistaka við strípur og litun Hárgreiðslustofu hefur verið gert að endurgreiða konu 8.500 krónur vegna mistaka við litun á hári hennar. Konan fór í litun þann 31. júlí á síðasta ári og greiddi fyrir það 19 þúsund krónur. Sama dag kvartað hún undan lituninni og fór í lagfæringu daginn eftir. 7.2.2024 07:00
Bruni í blokk í Hátúni Tilkynnt var um bruna í blokk í Hátúni um klukkan 15 í dag. Að sögn Hlyns Höskuldssonar deildarstjóra á aðgerðarsviði Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að reykræsta. 6.2.2024 15:26
Tveir drengir handteknir á mótmælum barna Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. 6.2.2024 14:33
Nauðsynlegt að hækka lán og breyta skilyrðum um námsframvindu Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, telja áríðandi að lögum um Menntasjóð námsmanna verði breytt til að tryggja skilvirkni og betra aðgengi nemenda að lánum og styrkjum. Samtökin fóru á fund allsherjar- og menntamálanefndar fyrir hádegi í dag. 6.2.2024 13:30
Erfitt að sjá barnið sitt eiga í erfiðleikum með tungumálin sín Hjónin Alondra Silva Munoz og Helgi Þorsteinsson Silva gáfu nýlega saman út bókina Töfrandi fjöltyngdur heimur Áka Tahiel. Þau sóttu innblástur að bókinni í sitt eigið líf og til sonar síns sem er á þriðja aldursári og talar þrjú tungumál, íslensku, spænsku og ensku. 6.2.2024 09:01
Sammála um áframhaldandi stuðning við UNRWA Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar eru sammála um það að íslenska ríkið eigi ekki að fresta áframhaldandi greiðslum til UNRWA, Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. 4.2.2024 16:03
Bílvelta á gatnamótum Holtavegs og Sæbrautar Umferðarslys varð seinnipartinn í dag á gatnamótum Holtavegs og Sæbrautar. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en engan þurfti að flytja á slysadeild. 4.2.2024 15:30
Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. 4.2.2024 12:32