Bónusar hjá Skattinum „skelfilegt fordæmi“ Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, segir bónuskerfi Skattsins siðlaust og spillt. Starfsfólk Skattsins væri opinberir eftirlitsaðilar og ætti að gæta að hlutleysi. Því væri stefnt í hættu með bónusunum. Skatturinn greiddi 260 milljónir í bónusa á síðustu fjórum árum. 30.1.2024 09:56
Bjarni býður sig fram til biskups Bjarni Karlsson prestur hefur ákveðið að bjóða sig fram til biskups. Það tilkynnti hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 30.1.2024 08:08
Áhersla tjónaskrárinnar verði á alvarlegustu brotin Róbert Spanó var á þessu ári kjörinn í stjórn alþjóðlegrar tjónaskrár fyrir Úkraínu sem tekur til eignaskemmda, manntjóns og alvarlegra meiðsla sem orðið hafa í stríði Rússlands í Úkraínu. Gert er ráð fyrir því að nefndin starfi í það minnsta í þrjú ár. 27.1.2024 12:58
Fimmtán vagnar í tjóni í glerhálku í gær Fimmtán vagnar Strætó lentu í tjóni í mikilli og skyndilegri hálku sem myndaðist seinnipartinn í gær. Tjónið er allt frá því að vera smá nudd í brotna rúðu. Þrír vagnar voru í viðgerð í morgun af þeim fimmtán sem lentu í tjóni. 26.1.2024 11:33
Verra að fá sýkinguna en bólusetninguna Sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, segir börn í miklu meiri hættu ef þau eru ekki bólusett við mislingum. Mislingar eru veirusjúkdómur sem var algengur á Íslandi áður en hefur ekki verið það lengi vegna bólusetninga. 26.1.2024 10:25
Bruni í bílskúr í Suðurhvammi í nótt Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til vegna bruna í bílskúr í Suðurhvammi í Hafnarfirði rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. 26.1.2024 08:36
Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. 26.1.2024 07:10
Fjölskyldan kallar eftir rannsókn óháðra aðila á hvarfinu Fjölskylda mannsins sem féll ofan í sprungu í Grindavík þann 10. janúar á þessu ári vill að hvarf hans verði rannsakað af óháðum aðilum. Fjölskyldan vill svör um aðdraganda og aðstæður á vettvangi þar sem maðurinn, Lúðvík Pétursson, var við störf. 26.1.2024 06:57
Sáttasemjari ekki búinn að boða til fundar Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar hjá breiðfylkingu verkalýðsfélaga í ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að upp úr viðræðum þeirra slitnaði í gær. Það staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissaksóknari í samtali við fréttastofu. 25.1.2024 10:49
Fritzl fluttur í venjulegt fangelsi Dómstóll í Austurríki samþykkti í morgun að flytja Josef Fritzl af réttargeðdeild í öryggisfangelsi í venjulegt fangelsi. 25.1.2024 10:06