Óljóst hvenær dvalarleyfishafar geta yfirgefið Gasa Utanríkisráðuneytið segir það alfarið á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðuneytis að eiga í samskiptum við Alþjóðafólksflutningastofnunina (IOM) vegna þeirra 100 einstaklinga sem hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi en eru enn föst á Gasa. 21.12.2023 23:30
Vilja að gistiskýlin séu opin allan daginn yfir jólin Hópur heimilislausra manna mótmæltu lokun gistiskýlanna í Ráðhúsinu í dag. Þeir vilja fá að vera á sama staðnum allan daginn, og sérstaklega yfir jólin. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks segja hægt að gera meira fyrir heimilislausa. 21.12.2023 20:00
Rosalega margir veikir og toppinum ekki náð Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. 21.12.2023 13:45
Gert að breyta sólpallinum í takt við teikningar frá 2006 Kærunefnd húsamála hefur úrskurðað að eiganda kjallaraíbúðar sem reisti sólpall út frá íbúð sinni verði að breyta sólpallinum í samræmi við teikningar frá árinu 2006. Sólpallurinn sé stærri en teikningar geri ráð fyrir og að breytingarnar verði gerðar á kostnað hans. 21.12.2023 08:00
Tíu þúsund króna dagsektir lögmætar að mati ráðuneytis Matvælaráðuneytið hefur staðfest lögmæti dagsekta Matvælastofnunar (MAST) á bónda vegna alvarlegra brota í búrekstri hans á lögum um dýravelferð og reglugerð um velferð nautgripa. Dagsektirnar voru tíu þúsund krónur á dag. 20.12.2023 17:11
Flytja fólkið til Íslands frá Egyptalandi þegar það kemst frá Gasa Vinnumálastofnun hefur sent beiðni til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM) vegna þeirra rúmlega hundrað einstaklinga sem eru á Gasa og eru komin með dvalarleyfi á Íslandi vegna fjölskyldusameiningar. 20.12.2023 15:54
Spá fjölgun farþega og ferðamanna á næsta ári Tæplega 8,5 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll á næsta ári samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið 2024. Frá því er greint í tilkynningu. Farþegar hafa aðeins tvisvar verið fleiri. Þá er einnig gert ráð fyrir fjölgun ferðamanna og að fjöldinn verði meiri en þegar hann var mestur árið 2018. 20.12.2023 14:49
Fagnar því um jólin að fá loksins lífsnauðsynleg lyf Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, listfræðingur og aðgerðasinni, fagnar því um þessar mundir að lyfið Evrysdi sé komið í kerfið og aðgengilegt þeim sem þjást af taugahrörnunarsjúkdóminum SMA. Lyfið á að geta stöðvað framvindu sjúkdómsins alveg. 20.12.2023 13:51
Fjölsóttar bænastundir vegna alvarlegs bílslyss Fjölmennar bænastundir voru haldnar á þremur stöðum í gær vegna alvarlegs bílslyss fyrir tæpri viku síðan. Kona á sjötugsaldri lést í slysinu. Tvö liggja enn þungt haldin á spítala. 20.12.2023 11:22
„Get ekki látið ykkur Íslendinga skrifa allskonar bull um mig“ Leoncie vinnur nú að nýrri ævisögu. Hún vill segja sögu sína sjálf. Hún er tónlistakona og skemmtikraftur og segist hafa nóg að gera. 20.12.2023 10:07