Bashar Murad endurgerir palestínskt lag föður síns Lovísa Arnardóttir skrifar 10. maí 2024 08:45 Bashar kemur fram á samstöðutónleikum í Malmö á morgun. Mynd/Fadi Dahabreh Bashar Murad sendir í dag frá sér smáskífuna, Stone, af væntanlegri plötu sem hann er að vinna með Einari Stef. Lagið er endurgerð af lagi sem hljómsveit föður hans gaf út. Bashard Murad ættu margir að þekkja úr Söngvakeppninni en hann lenti í öðru sæti á eftir Heru Björk með lag sitt Wild West. Í tilkynningu um útgáfuna segir að lagið Stone sé endurgerð af laginu „On Man” með palestínsku hljómsveitinni Sabreen sem Said Murad faðir Bashars stofnaði árið 1980. „Sabreen sömdu þetta magnaða lag á arabísku og það vísar í margt úr veruleika og táknheimi okkar Palestínumanna sem hefur mótar mig sem manneskju. Við Einar ákváðum að endurgera lagið og gera nýjan texta á ensku,” segir Bashar í tilkynningunni. Hann segir lagið í þjóðlagapoppstíl eins og Wild West. Textinn fjallar um baráttu Palestínufólks en um leið vonina um betra líf. Skiptir máli að eiga fyrirmyndir Bashar segist hafa notið góðs af Sabreen og upptökustúdíó hljómsveitarinnar. Ungir palestínskir tónlistarmenn fengu afnot af stúdíóinu eftir að hljómsveitin lét af störfum. Hann segir stúdíóið hafa verið leikvöll sinn fyrir alls kyns tilraunir sem gáfu honum tækifæri til að þróast sem tónlistarmaður. „Það skiptir máli að eiga fyrirmyndir og geta speglað sig í sinni eigin menningu og það varð kveikjan af þessu lagi sem við Einar höfum svo fundið stað í sköpunarferlinu á plötunni okkar,” segir Bashar. Bashar heldur tónleika í Iðnó laugardaginn 18. maí næstkomandi ásamt Einari. Einnig kemur hann einnig fram á Falastin Vision í Malmö, á morgun, laugardaginn 11. maí, á samstöðutónleikum með Palestínu. Tónleikarnir eru haldnir á sama tíma og lokakeppni Eurovision fór fram. Lokakeppni á morgun Seinni undankeppni fór fram í gær og var Ísrael meðal þeirra þjóða sem komst áfram í lokakeppnina. Þátttöku þeirra hefur verið mótmælt harðlega víða en samkvæmt veðbönkum eru þau nú líkleg til að sigra keppnina. Tónlist Svíþjóð Eurovision Palestína Ísrael Tengdar fréttir Fer fögrum orðum um júrólag Ísraels Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari fer fögrum orðum um framlag Ísraels í Eurovision, Hurricane, í viðtali við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix á kynningarviðburði keppninnar í Madríd á laugardaginn. 3. apríl 2024 22:33 „Ég get ekki gert upp á milli barna“ Hera Björk er á leið út til Svíþjóðar þar sem hún mun verða fulltrúi þjóðarinnar í Eurovision. Glaðbeitt. Hún var í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar fyrir skömmu og segist ekki geta beðið. 26. mars 2024 17:07 Fleiri vildu lag Heru en Bashar til Malmö Fleiri Íslendingar er óánægðir með framlag Íslands í Eurovision 2024, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar, en ánægðir, eða rúm fjörutíu prósent. Þó vildu fleiri á sama tíma að lagið yrði framlag Íslands frekar en lagið Wild West með Bashar Murad sem lenti í öðru sæti. Þá vilja flestir að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár. 15. mars 2024 10:34 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira
Bashard Murad ættu margir að þekkja úr Söngvakeppninni en hann lenti í öðru sæti á eftir Heru Björk með lag sitt Wild West. Í tilkynningu um útgáfuna segir að lagið Stone sé endurgerð af laginu „On Man” með palestínsku hljómsveitinni Sabreen sem Said Murad faðir Bashars stofnaði árið 1980. „Sabreen sömdu þetta magnaða lag á arabísku og það vísar í margt úr veruleika og táknheimi okkar Palestínumanna sem hefur mótar mig sem manneskju. Við Einar ákváðum að endurgera lagið og gera nýjan texta á ensku,” segir Bashar í tilkynningunni. Hann segir lagið í þjóðlagapoppstíl eins og Wild West. Textinn fjallar um baráttu Palestínufólks en um leið vonina um betra líf. Skiptir máli að eiga fyrirmyndir Bashar segist hafa notið góðs af Sabreen og upptökustúdíó hljómsveitarinnar. Ungir palestínskir tónlistarmenn fengu afnot af stúdíóinu eftir að hljómsveitin lét af störfum. Hann segir stúdíóið hafa verið leikvöll sinn fyrir alls kyns tilraunir sem gáfu honum tækifæri til að þróast sem tónlistarmaður. „Það skiptir máli að eiga fyrirmyndir og geta speglað sig í sinni eigin menningu og það varð kveikjan af þessu lagi sem við Einar höfum svo fundið stað í sköpunarferlinu á plötunni okkar,” segir Bashar. Bashar heldur tónleika í Iðnó laugardaginn 18. maí næstkomandi ásamt Einari. Einnig kemur hann einnig fram á Falastin Vision í Malmö, á morgun, laugardaginn 11. maí, á samstöðutónleikum með Palestínu. Tónleikarnir eru haldnir á sama tíma og lokakeppni Eurovision fór fram. Lokakeppni á morgun Seinni undankeppni fór fram í gær og var Ísrael meðal þeirra þjóða sem komst áfram í lokakeppnina. Þátttöku þeirra hefur verið mótmælt harðlega víða en samkvæmt veðbönkum eru þau nú líkleg til að sigra keppnina.
Tónlist Svíþjóð Eurovision Palestína Ísrael Tengdar fréttir Fer fögrum orðum um júrólag Ísraels Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari fer fögrum orðum um framlag Ísraels í Eurovision, Hurricane, í viðtali við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix á kynningarviðburði keppninnar í Madríd á laugardaginn. 3. apríl 2024 22:33 „Ég get ekki gert upp á milli barna“ Hera Björk er á leið út til Svíþjóðar þar sem hún mun verða fulltrúi þjóðarinnar í Eurovision. Glaðbeitt. Hún var í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar fyrir skömmu og segist ekki geta beðið. 26. mars 2024 17:07 Fleiri vildu lag Heru en Bashar til Malmö Fleiri Íslendingar er óánægðir með framlag Íslands í Eurovision 2024, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar, en ánægðir, eða rúm fjörutíu prósent. Þó vildu fleiri á sama tíma að lagið yrði framlag Íslands frekar en lagið Wild West með Bashar Murad sem lenti í öðru sæti. Þá vilja flestir að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár. 15. mars 2024 10:34 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sjá meira
Fer fögrum orðum um júrólag Ísraels Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari fer fögrum orðum um framlag Ísraels í Eurovision, Hurricane, í viðtali við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix á kynningarviðburði keppninnar í Madríd á laugardaginn. 3. apríl 2024 22:33
„Ég get ekki gert upp á milli barna“ Hera Björk er á leið út til Svíþjóðar þar sem hún mun verða fulltrúi þjóðarinnar í Eurovision. Glaðbeitt. Hún var í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar fyrir skömmu og segist ekki geta beðið. 26. mars 2024 17:07
Fleiri vildu lag Heru en Bashar til Malmö Fleiri Íslendingar er óánægðir með framlag Íslands í Eurovision 2024, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar, en ánægðir, eða rúm fjörutíu prósent. Þó vildu fleiri á sama tíma að lagið yrði framlag Íslands frekar en lagið Wild West með Bashar Murad sem lenti í öðru sæti. Þá vilja flestir að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár. 15. mars 2024 10:34