Páfiðrildi við Krónuna í Skeifunni Lovísa Arnardóttir skrifar 10. maí 2024 10:22 Páfiðrildið er afar fallegt. Mynd/Sigfús Axfjörð Sigfússon Í gær náðust myndir af fallegu rauðbrúnu fiðrildi við Krónuna í Skeifunni. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun Íslands er um að ræða páfriðlidi eða Aglais io. „Berst nokkuð reglulega til landsins með innfluttum vörum,“ segir Matthías Alfreðsson skordýrafræðingur stofnunarinnar í pósti til fréttastofu. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir um páfiðrildi að þau séu útbreidd í Evrópu allt norður til miðbiks Skandinavíu og suður til Miðjarðarhafs, austur um tempruð belti Asíu til Japans; Færeyjar. Þá kemur fram að fiðrildin hafi fundist víða á höfuðborgarsvæðinu en einnig í Þorlákshöfn, á Skagaströnd og Siglufirði. Engin dæmi eru um að þau hafi borist til landsins á eigin vængjum með vindum. Fyrsti skráði fundurinn er frá árinu 1938 en flest hafa fundist síðustu fjóra áratugina. Flest fundust sjö árið 1996. Hringlaga blettir fanga augu áhorfandans. Mynd/Sigfús Axfjörð Sigfússon Fram kemur að flest hafi þau borist síðsumars eða á venjulegum flugtíma tegundarinnar en páfiðrildin koma úr púpum sínum eftir miðjan júlí og nær fjöldinn hámarki fyrri hluta ágúst. Í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar segir að þegar páfiðrildin berist hingað til lands, og til nágrannalanda okkar, finnist þau ekki síst í nágrenni skipahafna eða í vöruskemmum. „Páfiðrildi eru stór og einkar falleg fiðrildi með mikið vænghaf og einkennandi litmynstur á ryðrauðum vængjum. Hringlaga blettir fanga augu áhorfandans, einn á hverjum væng, með bláum lit svo helst minnir á augu eða bletti á fögru stéli páfuglshana. Af þeirri samlíkingu er heiti fiðrildisins dregið á íslensku og fleiri tungum,“ segir að lokum. Nánar er hægt að kynna sér páfiðrildið hér á vef Náttúrufræðistofnunar. Skordýr Dýr Reykjavík Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Sjá meira
„Berst nokkuð reglulega til landsins með innfluttum vörum,“ segir Matthías Alfreðsson skordýrafræðingur stofnunarinnar í pósti til fréttastofu. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir um páfiðrildi að þau séu útbreidd í Evrópu allt norður til miðbiks Skandinavíu og suður til Miðjarðarhafs, austur um tempruð belti Asíu til Japans; Færeyjar. Þá kemur fram að fiðrildin hafi fundist víða á höfuðborgarsvæðinu en einnig í Þorlákshöfn, á Skagaströnd og Siglufirði. Engin dæmi eru um að þau hafi borist til landsins á eigin vængjum með vindum. Fyrsti skráði fundurinn er frá árinu 1938 en flest hafa fundist síðustu fjóra áratugina. Flest fundust sjö árið 1996. Hringlaga blettir fanga augu áhorfandans. Mynd/Sigfús Axfjörð Sigfússon Fram kemur að flest hafi þau borist síðsumars eða á venjulegum flugtíma tegundarinnar en páfiðrildin koma úr púpum sínum eftir miðjan júlí og nær fjöldinn hámarki fyrri hluta ágúst. Í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar segir að þegar páfiðrildin berist hingað til lands, og til nágrannalanda okkar, finnist þau ekki síst í nágrenni skipahafna eða í vöruskemmum. „Páfiðrildi eru stór og einkar falleg fiðrildi með mikið vænghaf og einkennandi litmynstur á ryðrauðum vængjum. Hringlaga blettir fanga augu áhorfandans, einn á hverjum væng, með bláum lit svo helst minnir á augu eða bletti á fögru stéli páfuglshana. Af þeirri samlíkingu er heiti fiðrildisins dregið á íslensku og fleiri tungum,“ segir að lokum. Nánar er hægt að kynna sér páfiðrildið hér á vef Náttúrufræðistofnunar.
Skordýr Dýr Reykjavík Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Sjá meira