Sungið og sungið í Tungnaréttum Fjárréttir fara víða fram um helgina, meðal annars á Suðurlandi þar sem fjölmenni sótti Hrunaréttir og Tungnaréttir í gær og Reykjaréttir og Tungnaréttir í dag í blíðskaparveðri. Mikið var sungið í Tungnaréttum eins og alltaf. 13.9.2025 20:05
Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar en fjölgunin hefur oft verið um tíu prósent á ári síðustu ár. Oddviti sveitarfélagsins segir næga vinnu að hafa í sveitarfélaginu og nóg af lausum lóðum sé til fyrir nýbyggingar. 13.9.2025 14:03
Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sláturtíðin er hafin á fullum krafti hjá SS á Selfossi en reiknað er með að slátra um hundrað þúsund lömbum í haust. 110 erlendir starfsmenn hafa verið ráðnir sérstaklega í sláturtíðina, flestir frá Póllandi. 10.9.2025 20:42
Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Eldri borgarar á Selfossi eru duglegir að hreyfa sig því að stór hópur þeirra mætir í leikfimi tvisvar í viku í sérstaka heilsueflingu undir stjórn íþróttakennara. Leikfimin kostar ekki krónu, allt í boði Sveitarfélagsins Árborgar. 7.9.2025 20:05
Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Ljósanótt í Reykjanesbæ náði hápunkti sínum í gærkvöldi með stórtónleikum, sem haldnir voru undir berum himni og glæsilegri flugeldasýningu. Hátíðinni lýkur í kvöld með Ljósanæturmessu með Bjartmari Guðlaugssyni. 7.9.2025 13:04
Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Mikill hugur er í kornbændum þessa dagana enda reiknað með mikill kornuppskeru í haust en ræktunin fer fram á um fjögur þúsund hekturum. Þá er verið að gera ýmsar tilraunir með ræktun á mismunandi korni og hveiti í Gunnarsholti á Rangárvöllum. 6.9.2025 20:05
Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Það verður mikið um að vera á Flúðum og nágrenni í dag því þá fer fram uppskeruhátíð Hrunamannahrepps. Hægt verður að versla ný upptekið grænmeti frá garðyrkjubændum og svo verður opið hús á nokkrum stöðum og Flúðasveppir ætla að leyfa gestum og gangandi að skoða inn í sveppa klefa hjá sér. 6.9.2025 12:13
Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Það var merkilegur dagur hjá þeim feðgum, Auðberti Vigfússyni og Vigfúsi Pál Auðbertssyni þriðjudaginn 2. september, því báðir átti þeir afmæli en Auðbert varð þá 85 ára en hann hefur gert út vörubíla í 53 ár og nú er hann að upplifa enn eina stór breytinguna og þróunina, rafmagn, sem orkugjafa í stað olíu. Afhending nýja rafmagnsvörubílsins fór fram hjá fyrirtækinu Landfara í Mosfellsbæ en það má geta þess að fyrst feðgarnir voru á annað borð að kaupa sér rafmagnsvörubíl þá skelltu þeir sér líka á einn nýjan átta hjóla olíubíl í leiðinni. Sem sagt, tveir splunkunýir vörubílar í Vík í Mýrdal. 4.9.2025 13:04
Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Um 140 þúsund ferðamenn hafa heimsótt gestastofuna í Skaftafelli það sem af er ári. Um 10% af ferðamönnunum eru Íslendingar. Mikil ánægja er með tjaldsvæðið í Skaftafelli og allan aðbúnað á staðnum. 1.9.2025 20:03
BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Strákarnir í BMX brós kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að sýna ótrúlegar listir á hjólum, en þeir fara til dæmis heljarstökk afturábak á hjólunum sínum eins og ekkert sé. Þeir eru líka duglegir að fá áhorfendur til að taka þátt í ýmsum áhættuatriðum með sér. 31.8.2025 20:04