Fjölnota íþróttahús byggt í Borgarnesi Mikil eftirvænting er hjá íbúum Borgarbyggðar vegna nýs fjölnota íþróttahúss, sem á að fara að byggja í Borgarnesi. Húsið verður fyrst og fremst knatthús og mun kosta tæplega tvo milljarða króna. Ístak byggir. 8.12.2024 14:03
Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Söfnun er nú hafin á flygli í Skálholtsdómkirkju en þar hefur aldrei verið til píanó, eingöngu orgeli, sem þykir mjög sérstakt í einu flottasta tónlistarhúsi landsins. Nýr flygill kostar um 20 milljónir króna. 7.12.2024 14:06
Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Jólabókin í ár hjá sauðfjárbændum og áhugafólki um íslensku sauðkindina er nú komin út, en það er Hrútaskráin þar sem allir bestu og flottustu hrútar landsins eru kynntir í máli og myndum. Fengitíminn er nú að byrja og því mikið fjör fram undan í fjárhúsum landsins og á sæðingarstöðvum sauðfjárræktarinnar. 6.12.2024 21:10
Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi Það ríkti mikil ánægja hjá nemendum Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í morgun þegar þau gátu loksins mætt aftur í skólann eftir nokkra vikna verkfall kennara. Skólameistari skólans trúir ekki öðru en að samið verði við kennara en verkfallinu var bara aflýst. 3.12.2024 21:06
Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Mjög vel er fylgst með ástandinu í Ölfusá vegna stórrar krapastíflu við Ölfusárbrú og Selfosskirkju. Lögreglan notar meðal annars dróna til að fylgjast með ánni. Heimamenn hafa miklar áhyggjur af grenitré í kletti í ánni, hvort áin eigi eftir að skemma það eða ekki. 2.12.2024 20:59
Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með stöðunni í Ölfusá vegna krapastíflu í ánni á milli Ölfusárbrúar og Selfosskirkju. Fólk er beðið að sýna sérstaka varúð við ána en vatn var farið að flæða upp að og yfir göngustíga við ánna í gær. 2.12.2024 13:05
Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Nemendur í 5. til 10. bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi gátu ekki mætt í skólann í morgun vegna vatnsleka, sem varð á þeirra svæði í nótt. Slökkviliðið sá um hreinsunarstarf í morgun en reiknað er með að skólastarf verið með óbreyttu sniði eftir helgi. 29.11.2024 13:33
Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Hugur nemenda Menntaskólans að Laugarvatni er ekkert endilega við skólabækurnar þessa dagana því kór skólans er að fara að syngja á þrennum tónleikum í Skálholti með Sinfóníuhljómsveit Suðurlands. Meirihluti nemenda er í kórnum. 27.11.2024 21:39
Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Mikill ís er í Ölfusá við Selfoss í kjölfar kuldatíðar síðustu daga, ekki síst við Selfosskirkju og Selfossbæina. 25.11.2024 14:32
Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Ræktun á bönunum er hafin í Hafnarfirði en ræktandinn, sem flutti inn til landsins litla plöntu gafst upp á að vera með hana heima hjá sér því hún óx svo hratt. Þá var farið með plöntuna í hesthús eigandans, en þar óx hún líka svo hratt, sem varð til þess að hún endaði í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Plantan hefur gefið af sér tvo hundrað og fimmtíu bananaklasa. 24.11.2024 21:05