Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Brunavarnir Árnessýslu eru enn að störfum eftir að eldur kviknaði í hrúgu af trjákurli á Selfossi og gert er ráð fyrir að slökkvistörf haldi áfram fram á nótt. Tugir slökkviliðsmanna hafa komið að verkefninu. 21.7.2025 13:42
Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Íbúar á Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík eru sérstaklega kátir þessa dagana því til að lífga upp á tilveru fólksins var ákveðið að breyta gráum ljótum vegg fyrir utan heimilið í glæsilegt útilistaverk með íslenskri náttúru, fjöllum, sjó, verbúð, kúm og sjómanni á árabáti. 20.7.2025 20:04
Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra gerir alltaf meira og meira af því að sinna samfélagslöggæslu þar sem höfuðáhersla er lögð á náið samstarf lögreglu og nærsamfélagsins við löggæslustörf. 20.7.2025 13:06
135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Sextán eldishús fyrir kjúklingaræktun eru nú á Ásmundarstöðum í Ásahreppi á Suðurlandi en nú er samtals pláss fyrir um 135 þúsund fugla í húsunum á staðnum með tilkomu nýjasta hússins. 19.7.2025 21:04
Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Það er mikið um að vera á Blönduósi um helgina því þar fer fram Húnavaka með fjölbreyttri afþreyingu fyrir íbúa og gesti vökunnar. Í dag verður til dæmis markaðsstemning í Íþróttamiðstöðinni með handverki, vörusölu og kaffihúsi. Auk þess verða loftboltar, hoppukastalar, nautabani og risa tafl á skólalóð Húnaskóla. 19.7.2025 13:06
Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Það var allt fullt af hundum í Árbæjarsafni í Reykjavík í dag á Degi íslenska fjárhundsins. Forseti Íslands mætti þar líka til að fagna hundunum og naut þess að klappa og knúsa þá enda mikil hundakona og útilokar ekki að íslenskur hundur verði hluti af fjölskyldunni á Bessastöðum. 18.7.2025 20:03
Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Það hefur verið meira en nóg að gera hjá heimamönnum í Hrísey við að taka á móti ferðamönnum í eyjuna í sumar en Hríseyjarferjan Sævar siglir margar ferðir á dag á milli Árskógstrandar og Hríseyjar. 17.7.2025 20:05
„Ég var örugglega getinn í Land Rover“ 27 ára stálsmiður á Akureyri hefur ekki tölu á því hvað hann á marga Land Rover bíla en hann hefur gert þá flesta upp. Hann eignaðist sinn fyrsta Land Rover aðeins 13 ára gamall, sem hann fékk í fermingargjöf og gerði hann strax allan upp. 15.7.2025 20:04
Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Bæjaryfirvöld í Árborg leita nú logandi ljósi af nýrri framtíðarstaðsetningu fyrir nýjan kirkjugarði á Selfoss en núverandi kirkjugarður mun aðeins duga í fjögur til fimm ár í viðbót. 13.7.2025 20:03
Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Það var mikil hátíð við Olís á Arnbergi á Selfossi í morgun þegar sjálfvirk þvottastöð fyrir bíla var opnuð formlega en um er að ræða Glans þvottastöð í eigu Olís. 12.7.2025 13:04