„Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Maður óð út á götu í Reykjavík, barði þar og sparkaði í bíl og var handtekinn skammt frá vettvangi. Maðurinn reyndist „allsvakalega vímaður og ölvaður“, stóð í hótunum við lögreglumenn og kallaði þá aumingja, fagga og tíkur. Hann var því vistaður í fangaklefa. 28.5.2025 07:20
Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Starship-geimfarið sem fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, splundraðist 45 mínútum eftir að því var skotið á sporbaug um jörðu í gærkvöld. Geimskotið var það níunda í röð hjá SpaceX sem stefna á að komast til tunglsins og síðan til annarra reikistjarna. 28.5.2025 06:43
Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, hélt sitt árlega Landsþing 17. maí síðastliðinn, kaus þar nýja framkvæmdastjórn og ályktaði gegn áformum ríkisstjórnarinnar um afnám samsköttunar. 27.5.2025 13:06
Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Tíu þúsundasti gesturinn mætti á leiksýninguna Óbærilegan léttleika knattspyrnunnar á föstudaginn og var það engin önnur en óperusöngkonan Diddú. 27.5.2025 12:50
Alda Karen keppir í hermiakstri Alda Karen Hjaltalín Lopez, athafnakona og fyrirlesari, keppir næstu sex vikur í deildarkeppni í Formúlu 1-hermiakstri í New Jersey í Bandaríkjunum. 27.5.2025 11:00
Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Ný stjórn Evrópuhreyfingarinnar var kjörin á aðalfundi hreyfingarinnar 22. maí síðastliðinn. Magnús Árni Skjöld er nýr formaður hreyfingarinnar en í nýju stjórninni eru nokkrir fyrrverandi þingmenn, þar á meðal Helga Vala Helgadóttir og Helgi Hrafn Guðmundsson. 27.5.2025 10:12
Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Billie Eilish var stóri sigurvegarinn á AMA-hátíðinni í Las Vegas í gær og vann í öllum sjö flokkunum sem hún var tilnefnd í, þar á meðal fyrir plötu og lag ársins. Beyonce fékk tvenn kántríverðlaun og Eminem vann til verðlauna á hátíðinni í fyrsta sinn í fimmtán ár. 27.5.2025 08:46
Margrét Hauksdóttir er látin Margrét Hauksdóttir, húsmóðir og fyrrverandi ráðherrafrú, varð bráðkvödd í sumarhúsi sínu á Hallandaengjum í Flóa í fyrradag, sjötíu ára að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmanninn Guðna Ágústsson, dæturnar Brynju, Agnesi og Sigurbjörgu og sjö barnabörn. 27.5.2025 07:46
Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. 27.5.2025 06:45
„Við erum klár í bátana og með sterka innviði“ Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir engan bilbug að finna á Vinstri grænum sem muni bjóða fram í næstu sveitarstjórnarkosningum og spár um dauða flokksins séu ótímabærar. Engin formleg samtöl hafi verið milli VG og annarra flokka um sameiginleg framboð. Sveitarstjórnarfólk ræði þó sín á milli. 26.5.2025 11:26