Gústi Jó ráðinn markaðsstjóri Vöruverndar Ágúst Jóhannsson handboltaþjálfari, gjarnan þekktur sem Gústi Jó, hefur verið ráðinn sem sölu- og markaðsstjóri hjá Vöruvernd. 24.7.2024 13:42
Nýjasta tíska ferðalanga? Að fljúga berbakt um háloftin Ferðalangar á leið í átta tíma flug með Icelandair til Seattle gátu ekki horft á sjónvarp um borð og gramdist það sumum. Þeim gafst þó gullið tækifæri til að taka þátt í nýjasta TikTok-trendinu, að fara berbakt í flug. Um er að ræða fullkomna ögunar- og núvitundaræfingu. 24.7.2024 12:20
Þetta höfðu netverjar að segja um kappræðurnar Íslendingar voru duglegir að tjá sig á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, á meðan forsetakappræður Stöðvar 2 fóru fram. 30.5.2024 23:18
Guðlaug Edda fékk brons og Ólympíudraumurinn er innan seilingar Þríþrautarkappinn Guðlaug Edda Hannesdóttir fór langleiðina með að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í sumar þegar hún lenti í þriðja sæti í Asia Triathlon Cup í Osaka í Japan. 26.5.2024 01:18
„Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig“ Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að fingraför Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi orðið sífellt meira áberandi við þróun frumvarps um lagaraeldi. Iðnaðurinn sé með allt niður um sig og stór meirihluti þjóðarinnar á móti honum. 25.5.2024 23:26
Grayson Murray látinn aðeins þrjátíu ára Bandaríski kylfingurinn Grayson Murray lést í morgun aðeins þrjátíu ára gamall. Dánarorsök Murray liggur ekki fyrir en hann hafði dregið sig úr keppni degi áður vegna veikinda. 25.5.2024 22:29
Auglýst eftir ungum og efnilegum hökkurum Netöryggiskeppni Íslands, Gagnaglíman, var haldin í Háskólanum í Reykjavík í dag. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til að kynna sér netöryggi og auka áhuga þess á því að starfa á þeim vettvangi. Formaður félagsins sem stendur að keppninni segir vöntun á yngra fólki. 25.5.2024 21:26
Millie Bobby Brown og sonur Bon Jovi orðin hjón Breska leikkonan Millie Bobby Brown og bandaríska fyrirsætan Jake Bongiovi giftu sig við leynilega athöfn síðustu helgi. Parið hefur verið saman í tvö ár og trúlofuðu sig fyrir rúmu ári. 25.5.2024 21:13
Allir um borð í rútunni Íslendingar Allir þeir 27 sem slösuðust þegar rúta valt á Rangárvallavegi nálægt Stokkalæk rétt fyrir 17 í dag eru Íslendingar. Áverkar á fólki voru mismunandi, frá minniháttar meiðslum upp í meiriháttar áverka, en allir voru fluttir á sjúrahús til aðhlynningar. 25.5.2024 20:49
Óttast eyðileggingu íslenskrar brimbrettamenningar Íslenskir brimbrettakappar hafa verulegar áhyggjur af áhugaleysi bæjarstjórnar í Ölfusi á áhrifum fyrirhugaðrar landfyllingar á einstaka öldu við Hafnarnesvita. Þeir óttast eyðileggingu íslenskrar brimbrettamenningar. 25.5.2024 19:53