„Flokkarnir urðu skíthræddir“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. október 2024 19:56 Kikka Sigurðardóttir segir Græningja komna til að vera og að flokkurinn muni veita næstu ríkisstjórn mikilvægt aðhald í umhverfismálum. Græningjar eru hættir við að bjóða fram í alþingiskosningum 30. nóvember næstkomandi. Formaður flokksins segir innkomu Græningja hafa hrætt hina flokkana og haft áhrif á lista þeirra. Flokkurinn muni bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Frestur til að skila inn framboðum vegna kosninga til Alþingis er til hádegis á morgun, fimmtudaginn 31. október 2024, og því enn tími til að safna meðmælum. Andrés Jónsson, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, kastaði því hins vegar fram í Reykjavík síðdegis í dag að Græningjar hefðu ekki náð að safna nægilega mörgum meðmælum. Fréttastofa heyrði hljóðið í Kikku Sigurðardóttur, rithöfundi og formanni Græningja, til að athuga hver staðan væri hjá flokknum. „Við ákváðum bara að hætta en við vorum komin með eitthvað af meðmælum,“ sagði Kikka og bætti við „Það er bara ein og hálf vika síðan við héldum stofnfund.“ Umhverfissinnar skyndilega birst á listum „Við erum fyrst og fremst ánægð með áhrifin sem við höfðum á aðra flokka því þeir fóru strax í að raða umhverfissinnum á sína lista og við erum spennt að sjá hvað gerist. Hvort umhverfissmálin verði eitthvað rædd í þessari kosningabaráttu,“ hún einnig. „Við förum ekki fram núna og það er í fínu lagi. Við notum þá bara veturinn til að klára það sem við ætluðum að gera í vetur, sem er að stofna deildir um allt land og vera tilbúin fyrir næstu kosningar. Við vissum alveg í upphafi að þetta myndi ekki nást en ákváðum að skella okkur fram til að sjá viðbrögðin. Við höfum fengið rosagóð viðbrögð frá fólki og flokkarnir urðu skíthræddir.“ Og komin með þingmann. „Fyrir utan það náttúrulega.“ „Þau munu lofa öllu fögru en svo verður ekkert gert“ Voruð þið nálægt því að ná meðmælafjölda í einhverju kjördæmi? „Ég hef ekki kíkt á þetta í dag einu sinni, ég er búinn að vera svo upptekinn í dag að vinna upp það sem ég gerði ekki í vikunni. En örugglega í Norðvestur- og Norðaustur- vorum við nálægt því. En það er ekki aðalmálið, það er að við erum komin fram á sviðið og við verðum þar áfram. Við verðum aðhald fyrir þau stjórnvöld sem munu taka við. Við erum umhverfisflokkur númer 1, 2 og 3 og munum alltaf berjast fyrir náttúru Íslands, loftslagsvánni og að auðlindir verði í eigu þjóðarinnar. Það er enginn búinn að vera að hugsa um þetta síðustu sjö árin. Við erum nauðsynleg. Þó við komum ekki núna, munum við koma næst. Þau munu lofa öllu fögru en svo verður ekkert gert. Því miður.“ Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Frestur til að skila inn framboðum vegna kosninga til Alþingis er til hádegis á morgun, fimmtudaginn 31. október 2024, og því enn tími til að safna meðmælum. Andrés Jónsson, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, kastaði því hins vegar fram í Reykjavík síðdegis í dag að Græningjar hefðu ekki náð að safna nægilega mörgum meðmælum. Fréttastofa heyrði hljóðið í Kikku Sigurðardóttur, rithöfundi og formanni Græningja, til að athuga hver staðan væri hjá flokknum. „Við ákváðum bara að hætta en við vorum komin með eitthvað af meðmælum,“ sagði Kikka og bætti við „Það er bara ein og hálf vika síðan við héldum stofnfund.“ Umhverfissinnar skyndilega birst á listum „Við erum fyrst og fremst ánægð með áhrifin sem við höfðum á aðra flokka því þeir fóru strax í að raða umhverfissinnum á sína lista og við erum spennt að sjá hvað gerist. Hvort umhverfissmálin verði eitthvað rædd í þessari kosningabaráttu,“ hún einnig. „Við förum ekki fram núna og það er í fínu lagi. Við notum þá bara veturinn til að klára það sem við ætluðum að gera í vetur, sem er að stofna deildir um allt land og vera tilbúin fyrir næstu kosningar. Við vissum alveg í upphafi að þetta myndi ekki nást en ákváðum að skella okkur fram til að sjá viðbrögðin. Við höfum fengið rosagóð viðbrögð frá fólki og flokkarnir urðu skíthræddir.“ Og komin með þingmann. „Fyrir utan það náttúrulega.“ „Þau munu lofa öllu fögru en svo verður ekkert gert“ Voruð þið nálægt því að ná meðmælafjölda í einhverju kjördæmi? „Ég hef ekki kíkt á þetta í dag einu sinni, ég er búinn að vera svo upptekinn í dag að vinna upp það sem ég gerði ekki í vikunni. En örugglega í Norðvestur- og Norðaustur- vorum við nálægt því. En það er ekki aðalmálið, það er að við erum komin fram á sviðið og við verðum þar áfram. Við verðum aðhald fyrir þau stjórnvöld sem munu taka við. Við erum umhverfisflokkur númer 1, 2 og 3 og munum alltaf berjast fyrir náttúru Íslands, loftslagsvánni og að auðlindir verði í eigu þjóðarinnar. Það er enginn búinn að vera að hugsa um þetta síðustu sjö árin. Við erum nauðsynleg. Þó við komum ekki núna, munum við koma næst. Þau munu lofa öllu fögru en svo verður ekkert gert. Því miður.“
Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira