„Góði líttu þér nær!“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði Guðmundi Inga Guðbrandssyni, formanni VG, að líta sér nær þegar kæmi að aðgerðum í loftslagsmálum. Guðmundur hafði skömmu fyrr sagt í pontu að brýna þyrfti allt samfélagið til aðgerða. 11.9.2024 22:08
Sprengdu yfirgefinn skýjakljúf í Lousiana Yfirgefinn tuttugu og tveggja hæða skýjakljúfur í Lake Charles í Lousiana var sprengdur í loft upp eftir að hafa staðið auður í næstum fjögur ár. Hertz-turninn hefur orðið að táknmynd eyðileggingarinnar sem fellibylirnir Laura og Delta ullu. 11.9.2024 20:56
Hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum og bölvar gallaðri reiknivél Kristófer Már Maronsson, hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir galla í reiknivél TR hafa valdið því að útreikningar hans á ráðstöfunartekjum einstæðrar móður á örorkubótum voru kolrangir. Hann hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum með greininni. 11.9.2024 19:18
„Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Grunlaus fjölskylda í Grafarvoginum fékk óvænta gesti í heimsókn í vikunni þegar eitruð könguló og maki hennar bárust inn á heimilið með vínberjaklasa. Köngulærnar reyndust vera af sömu undirtegund og svarta ekkjan. 11.9.2024 16:56
Árásarmaður Ingunnar í sjö og hálfs árs fangelsi hið minnsta Nemandi sem stakk íslenskan dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla ítrekað í fyrra hlaut sjö og hálfs árs fangelsisdóm sem er skilyrtur því að hann svari meðferð og sé ekki metinn hættulegur samborgurum sínum. Refsingin er í takti við kröfu saksóknara. 11.9.2024 16:15
Kom út og sá alelda Rebeccu hlaupa í áttina að sér „Þegar ég kom út sá ég Rebeccu hlaupa alelda í áttina að húsinu mínu hrópandi ‚hjálpaðu mér‘,“ segir Agnes Barabara, nágranni úgöndsku hlaupakonunnar Rebeccu Cheptegei sem lést eftir að fyrrverandi kærasti kveikti í henni. 8.9.2024 17:21
Snjókoma á Norðurlandi og ekki mælt með ferðalögum Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt Norðurland vegna hvassviðris og talsverðrar snjókomu á mánudagskvöld og út þriðjudaginn. Samgöngutruflanir eru líklegar og Veðurstofan mælir ekki með ferðalögum. 8.9.2024 16:35
Kendrick sér um hálfleikstónleika Ofurskálarinnar Bandaríski rapparinn Kendrick Lamar mun mun troða upp í hálfleik Ofurskálar NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta á næsta ári. 8.9.2024 16:04
Fólk sem líti aldrei glaðan dag reyti hár sitt yfir saklausri auglýsingu Brynjar Níelsson segir kynþokka og gleði vera eitur í beinum þeirra sem kenni sig við kvenfrelsi og jafnrétti og vísar þar í þau hörðu viðbrögð sem umdeild auglýsingaherferð Play vakti í vikunni. 8.9.2024 15:37
Barnastjarna úr Aðþrengdum eiginkonum ólétt Madison de la Garza, leikkona sem gerði garðinn frægan sem Juanita Solis í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum, á von á sínu fyrsta barni. 8.9.2024 14:41