„Hin raunverulegu stólaskipti fóru fram í dag“ Stólaskipti Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur fóru ekki fram fyrr en í dag, allavega „hin raunverulegu stólaskipti“ eins og Bjarni orðar það í skondinni Facebook-færslu. 30.4.2024 22:27
Óstundvísi Steina sögð kosta tugi milljóna dollara Hollywood-stjarnan Dwayne „The Rock“ Johnson hefur verið sakaður um „króníska óstundvísi“ við tökur á myndinni Red One. Vegna þessa hafi kostnaður myndarinnar aukist um tugi milljóna Bandaríkjadala. Johnson er einnig sagður pissa í vatnsflöskur frekar en að fara á klósettið á setti til að spara tíma. 30.4.2024 21:47
Fallið frá ráðningarferli og Hermann fylgir Sigurði Inga Fjármála- og efnahagsráðherra, innviðaráðherra og Hermann Sæmundsson, fráfarandi ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins, hafa gert með sér samkomulag um flutning Hermanns í embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins. 30.4.2024 19:33
Gamla stjarnan þótti ekki henta nútímakröfum Lögreglumerki sem umboðsmaður Alþingis óskaði skýringa á er ekki nýtt af nálinni heldur hefur það verið í notkun frá árinu 2018. Samskiptastjóri ríkislögreglustjóra segir gamla merkið hafa reynst illa til stafrænnar útgáfu og því hafi það verið uppfært. 30.4.2024 18:28
Ekkert eftirlit með veðmálasíðum, landris við Svartsengi og milljónasektir fyrir eldislax Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að áhætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskir áhrifavaldar þiggi greiðslur eða hlunnindi frá fyrirtækinu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 30.4.2024 18:21
„Farið hefur fé betra“ Caitlyn Jenner, raunveruleikastjarna og fyrrverandi Ólympíufari, brást við fréttum af andláti OJ Simpson með harkalegri samfélagsmiðlafærslu sem hefur vakið misjöfn viðbrögð. 12.4.2024 00:02
Á kafi í fjárhættuspili í afmæli dóttur sinnar Myndband af brasilíska fótboltakappanum Neymar á kafi í netpóker í sex mánaða afmæli dóttur sinnar hefur breiðst út eins og eldur í sinu um netheima. 11.4.2024 22:57
Kom 42 þúsund bita púsluspili ekki fyrir heima svo hún púslaði það í búðinni Risavaxið púsluspil hefur verið sett saman í verslun Spilavina, þar sem eigandinn kom því hreinlega ekki fyrir heima hjá sér. Verkið sem er tólf fermetrar að stærð og er samsett úr 42 þúsund púslubitum tók ekki nema fjóra mánuði að púsla. 11.4.2024 22:23
Guðbergur býður sig fram og hyggst nýta embættið betur Guðbergur Guðbergsson, fasteignasali og fyrrum áhættuleikari, býður sig fram til embættis forseta Íslands. Hann segir embættið vannýtt og hyggst beita því til að koma í veg fyrir einkavæðingu raforkuinnviða. 11.4.2024 20:38
Segir grín Sigmundar hafa ruglað heimilislíf sitt og heitir hefndum Brynjar Níelsson virðist ekki ætla að verða við áskorun Sigmundar Davíð um að lýsa Eurovision í ár. Hann segir hrekk Sigmundar hafa ruglað í heimilislífi sínu og heitir andstyggilegum hefndum. 11.4.2024 19:34