Sagðist ekki vilja drepa hann áður en hún seldi honum banvænan skammt Leandro DeNiro Rodriguez, barnabarn Robert DeNiro, lést af völdum ofskömmtunar eftir að hann tók fentanýlblandaðar morfínpillur. Sú sem seldi honum töflurnar sagði fyrir söluna að hún vildi ekki drepa hann. 16.7.2023 16:21
Safnar fyrir útfararkostnaði dótturdóttur sinnar sem var skotin til bana Hin 23 ára gamla Iyanna Brown var skotin voveiflega til bana á fimmtudag í Detroit í Bandaríkjunum. Amma hennar, Ingunn Ása Ingvadóttir Mency, hefur sett af stað söfnun fyrir útfarakostnaðinum. 16.7.2023 15:09
„Fæstir vilja vera óbeinir þátttakendur í kynlífi annarra“ Formaður Húseigendafélagsins segir reglulega kvartað til félagsins vegna kynlífsóhljóða. Eftirminnilegasta mál af því tagi var „Óp- og stunumálið“ í Kópavogi árið 2003. Hávaði vegna kynlífs sé eins og annar hávaði, hann verður að vera innan velsæmismarka. 16.7.2023 14:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar Slökkviliðsstjóri slökkviliðs Grindavíkur segir aðgerðir við gosstöðvarnar síðustu daga með þeim allra umfangsmestu sem liðið hefur tekið þátt í. Lokað er að gosstöðvunum í dag vegna mengunar, fjórða daginn í röð. Við tökum stöðuna á eldgosinu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12 16.7.2023 12:00
Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16.7.2023 09:40
Norðvestanátt á landinu og gasmengun gæti borist til Grindavíkur Það verður áfram norðan- og norðvestanátt á landinu í dag. Á norðanverðu landinu verður væta og svalt í veðri, en annars skýjað með köflum, stöku skúrir og hlýtt. Á Austfjörðum hvessir seinnipartinn. Gasmengun við gosstöðvarnar berst til suðurs yfir gönguleiðir, Suðurstrandarveg og mögulega til Grindavíkur. 16.7.2023 09:03
Ölvaður maður áreitti listamann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt. Þó nokkrar tilkynningar bárust um slagsmál, þjófnað og fólk í annarlegu ástandi. Þá var fjöldi ökumanna sektaður vegna hraðaksturs og aðrir teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum. 16.7.2023 08:15
Eldur kviknaði í skúr í Stekkjarbakka Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í nótt vegna gamals skúrs sem varð alelda í Stekkjarbakka í Breiðholtinu. Mikill eldsmatur var í skúrnum og tók því rúma þrjá tíma að ráða niðurlögum eldsins. Engan sakaði vegna brunans. 16.7.2023 07:45
Sumarbústaðaeigendur unnu þrekvirki við að slökkva gróðureld í Svínadal Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar hefur ráðið niðurlögum gróðurelds sem kviknaði við sumarbústað í Svarfhólsskógi í Svínadal í Hvalfirði. Að sögn slökkviliðsmanns unnu sumarbústaðaeigendur þrekvirki við að slökkva eldinn. 15.7.2023 14:00
Rúmlega þúsund flugferðum aflýst vegna verkfalls Rúmlega þúsund flugferðum til, frá og innan Ítalíu hefur verið aflýst í dag vegna verkfalls flugvallarstarfsmanna þar í landi. Ferðaplön mörg hundruð þúsund ferðamanna eru því í uppnámi. 15.7.2023 13:37