Sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar séu í raun gjaldahækkanir Magnús Jochum Pálsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 25. ágúst 2023 21:17 Sigmundur segir að ríkisstjórnin hafiu gert þveröfugt við það sem hún hefði átt að gera eftir Covid, eyddi í stað þess að spara. Stöð 2 Formaður Miðflokksins segir lítið að frétta í sautján milljarða sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem sé nýbúin að auka útgjöld um 193 milljarða. Hann furðar sig á afstöðu fjármálaráðherra til verðbólgu og segir enga ríkisstjórn hafa aukið útgjöld jafn mikið. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun áform um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. Meðal aðgerða sem gripið verður til eru uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum, hærri álögur á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Spara ætti um fimm milljarða með lækkun launakostnaðar. Helga Þórisdóttir, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, sagði við Rúv að almennt væri gerð krafa um skjótari þjónustu hins opinbera og því gæti verið snúið að fækka starfsmönnum. Stofnanir þyrftu að fylgja lögum og því væri ekki bæði sleppt og haldið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur gagnrýnt fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann segir að þar sé lítið um nýjar fréttir og í raun sé verið að hækka gjöld á almenning. Sigmundur ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Lítið um alvöru aðgerðir „Margt af þessu hafði maður séð áður og heyrt Bjarna segja í þinginu. Opnu vinnurýmin virðast vera aðalatriðið, að leysa fjárhagsvanda ríkisins með því að fjölga opnum vinnurýmum,“ sagði Sigmundur Davíð aðspurður út í fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð furðar sig á afstöðu Bjarna Benediktssonar til hlutverks ríkisins gagnvart verðbólgunni.Stöð 2 „Svo eru það þessar rafrænu lausnir, sparnaður í innkaupum og eitthvað svona almennt bla. En það var lítið um alvöru aðgerðir,“ sagði hann einnig. „Það vakti þó athygli mína að einu sinni sem oftar er eitthvað tilkynnt sem sparnaðartillaga sem er í rauninni gjaldahækkanir. Sem lýsir kannski hugarfari þessarar ríkisstjórnarinnar, ef hún tekur ekki alla peningana af fólkinu þá sé hún að gefa þá eftir.“ „Þannig það var ekki margt nýtt í þessu. Samt reynt að reikna upp í sautján milljarða sparnað, rétt eftir að ríkisstjórnin jók ríkisútgjöld um 193 milljarða.“ „Ég átti von á meiri tíðindum þegar blásið var til þessar fundar, daginn fyrir flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Sigmundur einnig. Ríkisstjórnin eyði peningum, seðlabankinn hækki vexti og almenningur borgi Sigmundur furðar sig á afstöðu fjármálaráðherra gagnvart verðbólgunni. Á meðan ríkisstjórnin eyðir peningum og seðlabankinn hækkar vexti þá borgar almenningur brúsann. Þú telur að þessar aðgerðir muni ekki duga til að slá á verðbólguna? „Þær gera það aldeilis ekki,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði að það væri lítið nýtt í aðgerðarpakka ríkisins um fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir. Engin ríkisstjórn hefði aukið útgjöld jafn mikið.Stöð 2 „En það var nú kannski stærsta atriðið á þessum fundi þegar fjármálaráðherrann sagði að það væri ekki hlutverk hans eða ríkisstjórnarinnar, ríkisfjármálanna, að takast á við verðbólguna heldur seðlabankans. Gott og vel, þarna kynnir hann algjörlega nýja hagfræðikenningu.“ „Það má endurorða þetta svona, ríkisstjórnin lítur svo á að það sé hennar hlutverk að eyða peningum, svo sé það hlutverk seðlabankans að mæta því með því að hækka vexti nema hvað almenningur borgar hvort tveggja.“ „Þetta olli mér áhyggjum, að fjármálaráðherra landsins teldi það alls ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að reyna að hemja útgjöld ríkisins til að hafa áhrif á verðbólguna,“ sagði Sigmundur. „Engin ríkisstjórn hefur verið með eins mikil útgjöld“ Sigmundur segir að ríkisstjórnin hafi gert þveröfugt við það sem hefði átt að gera eftir Covid, jók útgjöld í stað þess að spara. Engin ríkisstjórn hafi aukið útgjöld jafn mikið og núverandi ríkisstjórn. Hvert er brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar til að tækla þessa verðbólgu? „Það lá fyrir, eins og meira að segja ráðherrarnir viðurkenndu á sínum tíma, að þegar þú stoppar verðmætasköpun, framleiðslu í landinu, að miklu leyti vegna Covid og prentar peninga á meðan muni það leiða til verðbólgu. Þá þurfi um leið og aðstæður leyfa að grípa í handbremsuna, spara og greiða niður skuldir,“ sagði Sigmundur. „En þessi ríkisstjórn gerði þveröfugt, eftir að Covid-ástandinu lauk og þau voru búin að prenta peningana og verðmætasköpun var í lágmarki, þá sló hún öll fyrri met í aukningu útgjalda ríkisins.“ „Engin ríkisstjórn hefur verið með eins mikil útgjöld og engin ríkisstjórn hefur aukið þau eins hratt. Og það gerir hún eftir þetta ástand.“ „Svo er haldinn fundur, skyndilega boðaður, og maður á von á því að það verði einhver tíðindi. Nei, þá eru það opnu vinnurýmin og það er ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að berjast við verðbólguna,“ sagði Sigmundur að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun áform um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. Meðal aðgerða sem gripið verður til eru uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum, hærri álögur á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Spara ætti um fimm milljarða með lækkun launakostnaðar. Helga Þórisdóttir, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, sagði við Rúv að almennt væri gerð krafa um skjótari þjónustu hins opinbera og því gæti verið snúið að fækka starfsmönnum. Stofnanir þyrftu að fylgja lögum og því væri ekki bæði sleppt og haldið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur gagnrýnt fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann segir að þar sé lítið um nýjar fréttir og í raun sé verið að hækka gjöld á almenning. Sigmundur ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Lítið um alvöru aðgerðir „Margt af þessu hafði maður séð áður og heyrt Bjarna segja í þinginu. Opnu vinnurýmin virðast vera aðalatriðið, að leysa fjárhagsvanda ríkisins með því að fjölga opnum vinnurýmum,“ sagði Sigmundur Davíð aðspurður út í fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð furðar sig á afstöðu Bjarna Benediktssonar til hlutverks ríkisins gagnvart verðbólgunni.Stöð 2 „Svo eru það þessar rafrænu lausnir, sparnaður í innkaupum og eitthvað svona almennt bla. En það var lítið um alvöru aðgerðir,“ sagði hann einnig. „Það vakti þó athygli mína að einu sinni sem oftar er eitthvað tilkynnt sem sparnaðartillaga sem er í rauninni gjaldahækkanir. Sem lýsir kannski hugarfari þessarar ríkisstjórnarinnar, ef hún tekur ekki alla peningana af fólkinu þá sé hún að gefa þá eftir.“ „Þannig það var ekki margt nýtt í þessu. Samt reynt að reikna upp í sautján milljarða sparnað, rétt eftir að ríkisstjórnin jók ríkisútgjöld um 193 milljarða.“ „Ég átti von á meiri tíðindum þegar blásið var til þessar fundar, daginn fyrir flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Sigmundur einnig. Ríkisstjórnin eyði peningum, seðlabankinn hækki vexti og almenningur borgi Sigmundur furðar sig á afstöðu fjármálaráðherra gagnvart verðbólgunni. Á meðan ríkisstjórnin eyðir peningum og seðlabankinn hækkar vexti þá borgar almenningur brúsann. Þú telur að þessar aðgerðir muni ekki duga til að slá á verðbólguna? „Þær gera það aldeilis ekki,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði að það væri lítið nýtt í aðgerðarpakka ríkisins um fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir. Engin ríkisstjórn hefði aukið útgjöld jafn mikið.Stöð 2 „En það var nú kannski stærsta atriðið á þessum fundi þegar fjármálaráðherrann sagði að það væri ekki hlutverk hans eða ríkisstjórnarinnar, ríkisfjármálanna, að takast á við verðbólguna heldur seðlabankans. Gott og vel, þarna kynnir hann algjörlega nýja hagfræðikenningu.“ „Það má endurorða þetta svona, ríkisstjórnin lítur svo á að það sé hennar hlutverk að eyða peningum, svo sé það hlutverk seðlabankans að mæta því með því að hækka vexti nema hvað almenningur borgar hvort tveggja.“ „Þetta olli mér áhyggjum, að fjármálaráðherra landsins teldi það alls ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að reyna að hemja útgjöld ríkisins til að hafa áhrif á verðbólguna,“ sagði Sigmundur. „Engin ríkisstjórn hefur verið með eins mikil útgjöld“ Sigmundur segir að ríkisstjórnin hafi gert þveröfugt við það sem hefði átt að gera eftir Covid, jók útgjöld í stað þess að spara. Engin ríkisstjórn hafi aukið útgjöld jafn mikið og núverandi ríkisstjórn. Hvert er brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar til að tækla þessa verðbólgu? „Það lá fyrir, eins og meira að segja ráðherrarnir viðurkenndu á sínum tíma, að þegar þú stoppar verðmætasköpun, framleiðslu í landinu, að miklu leyti vegna Covid og prentar peninga á meðan muni það leiða til verðbólgu. Þá þurfi um leið og aðstæður leyfa að grípa í handbremsuna, spara og greiða niður skuldir,“ sagði Sigmundur. „En þessi ríkisstjórn gerði þveröfugt, eftir að Covid-ástandinu lauk og þau voru búin að prenta peningana og verðmætasköpun var í lágmarki, þá sló hún öll fyrri met í aukningu útgjalda ríkisins.“ „Engin ríkisstjórn hefur verið með eins mikil útgjöld og engin ríkisstjórn hefur aukið þau eins hratt. Og það gerir hún eftir þetta ástand.“ „Svo er haldinn fundur, skyndilega boðaður, og maður á von á því að það verði einhver tíðindi. Nei, þá eru það opnu vinnurýmin og það er ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að berjast við verðbólguna,“ sagði Sigmundur að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
„Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11