Lítil eftirspurn eftir hlutum Play Áskriftir að fjárhæð 105 milljónum króna bárust í almennu hlutafjárútboði Play. Boðnir voru út hlutir að andvirði hálfs milljarðar og eftirspurnin því um tuttugu prósent. Áður höfðu borist bindandi áskriftarloforð frá núverandi hluthöfum og öðrum fjárfestum upp á 4,5 milljarða. 11.4.2024 18:26
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Afgreiðsla meirihluta atvinnuveganefndar á búvörulögum stappar nærri spillingu að mati formanns Neytendasamtakanna. Nokkur samtök hafa látið vinna fyrir sig greinargerð um málið, þau útiloka ekki málaferli og segja brotið gegn stjórnarskrá. 11.4.2024 18:00
Höfðu afskipti af barnaníðingi í Dalslaug Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af dæmdum barnaníðingi í Dalslaug í Úlfarsárdal fyrr í dag. Maðurinn sótti laugina á skólatíma og var lögregla kölluð á vettvang. 11.4.2024 17:43
Fjárhagurinn eigi að ganga fyrir ferðum til Tenerife Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi, segir mjög algengt að pör séu ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að fjármálum og að rannsóknir sýni að fleiri sambönd fari á hliðina út af fjármálum en framhjáhaldi. Einnig séu ofnotkun snjalltækja og tengslaleysi milli fjölskyldumeðlima vaxandi vandamál. 11.4.2024 00:23
Júlíus Viggó endurkjörinn formaður Heimdallar Júlíus Viggó Ólafsson var í kvöld endurkjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík á aðalfundi félagsins í Valhöll. Hvorki bárust mótframboð í embætti formanns eða stjórnar og töldust því allir frambjóðendur sjálfkjörnir. 10.4.2024 22:27
Handtekin í gær og les Bjarna pistilinn í dag Listakonan Margrét Rut Eddudóttir var ein þeirra sem var handtekin á mótmælum við Bessastaði í gær. Hún vill meina að það sé ofbeldi að Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fái að valsa um valdastöður í íslensku samfélagi. 10.4.2024 22:10
Mónópólý og Sims næst á skjáinn hjá Robbie og félögum Framleiðslufyrirtækið LuckyChap, sem leikkonan Margot Robbie stofnaði og rekur, hefur hafið framleiðslu á leiknum kvikmyndum byggðum á sígilda borðspilinu Mónópólý og vinsælu tölvuleikjaseríunni Sims. 10.4.2024 19:51
Óþægur strætófarþegi sparkaði í lögregluþjón Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum vegna slysa í dag. Á Völlunum í Hafnarfirði lenti vinnumaður undir þakplötu, í Kópavoginum datt vinnumaður úr stiga og í miðborginni féll maður í götuna. Nokkrar tilkynningar um þjófnað úr verslunum bárust lögreglu og sparkaði óþægur strætófarþegi í lögregluþjón. 10.4.2024 17:55
Wow lifir enn góðu lífi í undraheimi Roosevelt Edwards Michele Roosevelt Edwards sendi páskakveðju frá Wow Air til fylgjenda sinna á LinkedIn í ár eins og hún hefur gert síðustu fjögur ár. Hún endurnýtir eldgamlar myndir og auglýsingar með kveðjunum. Þar að auki virðist hún hafa víkkað starfsemina út í veðreiðar með Wow Equine Services. 2.4.2024 09:01
Bæjarstjóri Akureyrar telur þörf á göngum Ástihildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir þurfa að huga alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og á fleiri stöðum á landinu. 1.4.2024 23:28