Öxnadalsheiðin áfram lokuð en Fjarðarheiðin opnaði í kvöld Ekki náðist að opna Öxnadalsheiði í dag en reiknað er með að hún verði opnuð í fyrramálið þegar veður skánar. Vegurinn um Fjarðarheiði opnaði í kvöld eftir að hafa verið lokaður í fjóra daga. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir von á hvelli í kvöld en það veður verði mun skárra á morgun. 1.4.2024 22:18
„Svona ýkta skemmdarfýsn er erfitt að skilja“ Útilistaverk í Grasagarðinum var brotið í sundur og bútunum kastað í tjörn aðeins þremur dögum eftir uppsetningu þess. Myndlistarmaðurinn segir grátlegt að sjá margra mánaða vinnu gerða engu og telur hóp hafa verið að verki. Hann vonast þó til að verkið rísi á ný annars staðar. 1.4.2024 21:12
Breytingar gerðar á jongnarr.is Lénið jongnarr.is var uppfært í gær og blasti þar tímabundið við snið að framboðssíðu áður en síðan var tekin niður. Sennilega tengist síðan tilkynningu Jóns Gnarr á morgun þar sem hann ætlar að skýra hvort hann hyggist bjóða sig fram til forseta. 1.4.2024 19:52
Konungshjón á gönguskíðum, Katrín til forseta og nýtt flugfélag Fyrirtæki, vefmiðlar og aðrir hrekkjalómar gerðu sitt allra besta til þess að gabba landsmenn í dag. Uppátækin voru allavega; konungshjón á gönguskíðum, litakóðað bókasafn og nýtt flugfélag. Vísir tók saman brot af því besta. 1.4.2024 18:53
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vegurinn yfir Öxnadalsheiði verður ekki opnaður í dag og staðan verður ekki metin aftur fyrr en í fyrramálið. Ferðalangar óku margir um Tröllaskaga til að komast leiðar sinnar, bílaröð myndaðist í gegnum Siglufjörð um tíma og þurfti lögregla að stýra umferð um Múlagöng. Við ræðum ófærðina og snjómokstur við G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóra Vegagerðarinnar, í beinni. 1.4.2024 18:22
Segir íbúa ekki hugsa hlutina til enda og treysta sérfræðingum í blindni Bæjarfulltrúi í Grindavík veltir fyrir sér hvort íbúar séu of fljótir á sér með uppkaupum húsnæðis og flótta úr bænum. Hann telur íbúa og bæjarstjórn vera áhorfendur að því sem sé að gerast og hlusti á sérfræðinga í blindni án þess að hugsa hlutina til enda. 1.4.2024 18:15
Starfaði í 39 ár á skrifstofu forseta og segist vita hvað þarf í embættið Fyrrverandi deildarstjóri á skrifstofu forseta Íslands segir að forseti þurfi fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur sem komi vel fram. Þar að auki þurfi hann að búa yfir tungumálakunnáttu, hafa gott bakland og kjark til að taka ákvarðanir þó þær séu ekki vinsælar. 31.3.2024 22:03
Sinueldur við urðunarstaðinn á Álfsnesi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr átta vegna sinuelds við urðunarsvæðið á Álfsnesi. Slökkviliðið náði tökum á eldinum á tíunda tímanum. 31.3.2024 20:51
Hættur að fljúga eftir að hafa glatt milljónir í þrjá áratugi Afríski úfurinn Ernie er sestur í helgan stein eftir að hafa tekið þátt í stærstu fuglasýningu Bretlands í þrjá áratugi. Á þessu tímabili hefur hann tekið á loft um 20 þúsund sinnum. 31.3.2024 20:21
„Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. 31.3.2024 18:55