Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vekur at­hygli vegna fátíðra baðferða

Enski þáttastjórnandinn Jonathan Ross vakti athygli í vikunni þegar hann sagði að það liði oft meira en vika milli baðferða hjá honum og eiginkonu hans. Þegar hann fari í frí baði hann sig enn sjaldnar.

Kastast í kekki milli Carrag­her og kærastans

Óviðeigandi brandari Jamie Carragher um samband Kate Abdo og Malik Scott vakti athygli nýverið. Scott varaði Carragher við því að grínast með ástarlíf annarra. Netverjar telja sambandinu frekar standa ógn af Thierry Henry, öðrum kollega Abdo. Spurningin er, hvenær rýnir maður um of í hlutina, hvenær teygir maður sig of langt og hvenær byrjar maður að skálda?

Týndi vinnings­hafinn gaf sig fram og græddi níu milljónir

Vinningshafi sem var einn með allar tölur réttar í lottó um síðustu helgi er loksins fundinn. Íslensk getspá hafði í nokkra daga reynt að ná í sigurvegarann. Þegar viðkomandi frétti af leitinni gaf hann sig fram og er tæpum níu milljón krónum ríkari.

Felldu úr gildi frið­lýsingu en mátu Mumma ekki van­hæfan

Hæstirétt­ur hef­ur fellt úr gildi friðlýs­ingu vatna­sviðs Jök­uls­ár á Fjöll­um fyr­ir orku­vinnslu og sneri þar með við ákvörðun Héraðsdóms Aust­ur­lands sem hafði staðfest friðlýs­ing­una. Dómurinn mat fyrrverandi ráðherra ekki vanhæfan vegna fyrri starfa hans hjá Landvernd.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hátt í hundrað manns hafa látist vegna alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu á síðustu þremur árum. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu.

Tíu póst­húsum vítt og breitt um land lokað í sumar

Til stendur að loka tíu pósthúsum Póstsins í sumar. Um er að ræða fjögur pósthús á Austfjörðum, fjögur á Norðurlandi, eitt á Vesturlandi og eitt á Vestfjörðum. Sendingar verða í staðinn afgreiddar af bílstjórum póstbíla og í póstboxum.

Fólk sæki bætur sjálft til að sleppa við „blóðuga“ þóknun

Neytendasamtökin hvetja fólk sem lendir í því að flugferðum þess er seinkað eða aflýst að sækja um bætur sjálft frekar en að leita aðstoðar bótafyrirtækja sem taka háa þóknun. Það sé auðvelt að fylla út eyðublöð á vefsíðum flugfélaga.

Sjá meira