„Hundrað kílómetrar að drepast úr sýkingu er bara fínt“ Ragnhildur Sóphusdóttir fór 100,5 kílómetra í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk í gær og ekki nóg með það heldur glímdi hún við blöðrubólgu síðustu 80 kílómetrana. 22.9.2024 15:00
Fannst 73 árum eftir að hafa verið rænt Fjölskylda manns sem var rænt fyrir 73 árum síðan hefur loksins fundið hann aftur. Luis Armando Albino var einungis sex ára gamall þegar honum var rænt úr almenningsgarði nálægt heimili sínu. 22.9.2024 13:07
Jörðin fær tímabundið annað tungl Lítill loftsteinn á stærð við rútu mun ganga á braut umhverfis jörðina í tvo mánuði í haust. Jörðin verður því tímabundið með tvö tungl, eitt stórt og eitt pínulítið. 22.9.2024 11:08
Diddy á sjálfsvígsvakt Tónlistarmaðurinn Diddy hefur verið settur á sjálfsvígsvakt á meðan hann bíður réttarhalda. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal og gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisdóm. 21.9.2024 17:08
Arnar Þór á leið í nýjan flokk Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst tilkynna eftir helgi hvaða flokk hann fari í framboð fyrir. Hann hafi íhugað stofnun nýs flokks en það væri erfitt í núverandi ástandi. 21.9.2024 15:42
Anton Sveinn McKee til liðs við Miðflokkinn Anton Sveinn McKee, fyrrverandi sundmaður og Ólympíufari, hefur verið kjörinn formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi sem stofnuð var 20. september síðastliðinn. 21.9.2024 15:20
Tæpur helmingur íbúa hefur séð myndina Kvikmyndin Ljósvíkingar sló aðsóknarmet á Ísafirði á föstudag og eru 1203 manns nú búnir að sjá hana í Ísafjarðarbíó. 21.9.2024 14:30
„Spurðu svo fyrirtækið þitt af hverju það leggur fé í heimsendakölt“ Andri Snær Magnason gagnrýnir Viðskiptaráð fyrir afstöðu þess til loftslagsaðgerða. Vilji samtökin láta taka sig alvarlega þurfi þau að koma með plan í stað þess að einblína eingöngu á afkomu fyrirtækja. Eins og stendur sé ekki samfélagslega ábyrgt af fyrirtækjum að vera í Viðskiptaráði 21.9.2024 13:29
Óþekkt tónverk eftir Mozart fannst Áður óþekkt tónverk eftir Wolfgang Amadeus Mozart uppgötvaðist á bókasafni í Leipzig í Þýskalandi í vikunni. Mozart hefur sennilega enn verið barn þegar hann samdi verkið. 21.9.2024 11:03
Ný plata frá Birgi Hákoni: „Ég er ekki lengur þessi gaur nema í tónlistinni“ Önnur plata rapparans Birgis Hákons, sem ber stutta titilinn 111, kemur út í dag. Af því tilefni verður Birgir með partý á Prikinu í kvöld þar sem hann treður upp með góðum gestum. Á plötunni eru lög sem Birgir hefur samið á undanförnum sex árum. 20.9.2024 07:01