Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þóttist vera fórnar­lamb og gæti hlotið dauða­refsingu

Vörubílstjóri sem keyrði vörubíl sem fannst yfirgefinn í Texas á mánudag með 53 látið farandfólk innanborðs segist ekki hafa vitað af bilaðri loftræstingu. Upphaflega faldi vörubílstjórinn sig nálægt vörubílnum og þóttist vera einn af farandfólkinu en var handtekinn stuttu síðar. Verði hann sakfelldur gæti hann hlotið dauðarefsingu.

Rósa með rúmlega 2,2 milljónir í laun á mánuði

Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti ráðningarsamning við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins, á fundi bæjarráðs í gær. Hún fær rúmar 2,2 milljónir í laun á mánuði þegar yfirvinnutímar, ökutækjastyrkur og laun fyrir störf hennar sem bæjarfulltrúi bætast ofan á grunnlaun hennar.

Hlýtt í veðri í dag

Framan af degi verður rólegt veður þó það sé þungbúið nú í morgunsárið, síðan bætir í vind og skýjahulan lyftir sér yfir daginn. Þá verður hlýtt í veðri í dag á sunnan- og vestanverðu landinu, allt að 20 stig þar sem best lætur en búast má við síðdegisskúrum á stöku stað.

Ás­laug Arna segir gagnrýni mál­­fræðings „dæmi­­gert kerfis­svar“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólamálaráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýni á starfsauglýsingu ráðuneytis síns þar sem íslenskukunnátta var ekki skilyrði. Íslenskuprófessor telur auglýsinguna brjóta í bága við lög. Ráðherra segir á Facebook að hún ætli að kanna betur hvort auglýsingin brjóti í bága við lög en hún sé „eðlilegt skref í takt við tímann“

Fjárfestar haldi fyrstu kaupendum frá fasteignamarkaði

Elvar Guðjónsson, fasteignasali, segir fjárfesta halda nýjum kaupendum frá fasteignamarkaðnum. Fjárfestar eigi of auðvelt með að kaupa sér fleiri fasteignir á kostnað nýrra kaupenda og seðlabankastjóri hafi gert fasteignamarkaðinn enn ójafnari með því að hækka vexti og lækka lánshlutfall.

Síminn Sport hækkað um 40 prósent frá áramótum

Síminn hefur ákveðið að hækka verð á flestum vörum sínum en hækkanirnar taka gildi næstu mánaðamót. Þar á meðal hækkar verðið á Símanum Sport í 4.900 krónur en frá áramótum hefur verðið á sportpakka Símans hækkað um 40 prósent.

Sjá meira