Trump hótaði Svíþjóð viðskiptastríði vegna rappara Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júlí 2022 15:13 Dómsmálaráðherra Svía hefur greint frá því að árið 2019 hafi Donald Trump hótað landinu með viðskiptastríði og viðskiptaþvingunum vegna fangelsunar bandaríska rapparans A$AP Rocky. EPA/Kamil Krzaczynski Donald Trump hótaði Svíum viðskiptastríði vegna fangelsunar bandaríska rapparans A$AP Rocky árið 2019 segir Morgan Johansson, dómsmálaráðherra Svía, í viðtali við Dagens Nyheter. Bandaríski rapparinn A$AP Rocky var handtekinn og ákærður fyrir líkamsárás árið 2019 eftir að myndband af honum að ráðast á aðdáenda úti á götu kom í ljós. Trump tjáði sig mikið um mál Rocky á samfélagsmiðlum og sagði opinberlega að Stefan Lofven, þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, hafi valdið sér vonbrigðum. Trump krafði Svía um frelsun A$AP Rocky.Skjáskot „Veitið A$AP Rocky FRELSI,“ stóð í færslu Trumps á Twitter og þar stóð enn fremur „Við gerum svo mikið fyrir Svíþjóð en það virðist ekki ganga í báðar áttir. Svíþjóð ætti að einblína á sitt raunverulega glæpavandamál.“ A$AP Rocky var á endanum fundinn sekur og hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Beitti Svía þrýstingi Í viðtali við sænska dagblaðið Dagens Nyheter á þriðjudag sagði Morgan Johansson, dómsmálaráðherra Svía, að Trump hefði varað sænsku ríkisstjórnina við viðskiptaþvingunum ef A$AP Rocky yrði ekki veitt frelsi. Trump fagnaði heimkomu Rocky með orðagrínsfærslu á Twitter.Skjáskot Að sögn Johansson hafi Trump einnig sagst vera búinn að óska eftir stuðningi framkvæmdastjórnar ESB. „Þessi saga sýnir hve mikilvægt það er að standa með lagalegum meginreglum og taka lýðræðinu ekki sem gefnu,“ sagði sænski dómsmálaráðherrann. „Ef þú getur reynt að gera eitthvað svona gegn Svíþjóð, hvað ætlarðu þá að reyna að gera við lönd sem eru veikbyggðari og hafa ekki Evrópusambandið á bak við sig.“ Svíþjóð Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þykir dómurinn yfir A$AP Rocky vægur en áfrýja þó ekki Sænskir saksóknarar munu ekki áfrýja dómnum yfir bandaríska rapparanum A$AP Rocky sem hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás í Stokkhólmi um miðjan ágúst. 27. ágúst 2019 07:45 ASAP Rocky hlaut dóm í Svíþjóð Þessi þrítugi rappari var viðriðinn slagsmál í höfuðborg Svíþjóðar í júní síðastliðnum. 14. ágúst 2019 12:27 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Bandaríski rapparinn A$AP Rocky var handtekinn og ákærður fyrir líkamsárás árið 2019 eftir að myndband af honum að ráðast á aðdáenda úti á götu kom í ljós. Trump tjáði sig mikið um mál Rocky á samfélagsmiðlum og sagði opinberlega að Stefan Lofven, þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, hafi valdið sér vonbrigðum. Trump krafði Svía um frelsun A$AP Rocky.Skjáskot „Veitið A$AP Rocky FRELSI,“ stóð í færslu Trumps á Twitter og þar stóð enn fremur „Við gerum svo mikið fyrir Svíþjóð en það virðist ekki ganga í báðar áttir. Svíþjóð ætti að einblína á sitt raunverulega glæpavandamál.“ A$AP Rocky var á endanum fundinn sekur og hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Beitti Svía þrýstingi Í viðtali við sænska dagblaðið Dagens Nyheter á þriðjudag sagði Morgan Johansson, dómsmálaráðherra Svía, að Trump hefði varað sænsku ríkisstjórnina við viðskiptaþvingunum ef A$AP Rocky yrði ekki veitt frelsi. Trump fagnaði heimkomu Rocky með orðagrínsfærslu á Twitter.Skjáskot Að sögn Johansson hafi Trump einnig sagst vera búinn að óska eftir stuðningi framkvæmdastjórnar ESB. „Þessi saga sýnir hve mikilvægt það er að standa með lagalegum meginreglum og taka lýðræðinu ekki sem gefnu,“ sagði sænski dómsmálaráðherrann. „Ef þú getur reynt að gera eitthvað svona gegn Svíþjóð, hvað ætlarðu þá að reyna að gera við lönd sem eru veikbyggðari og hafa ekki Evrópusambandið á bak við sig.“
Svíþjóð Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þykir dómurinn yfir A$AP Rocky vægur en áfrýja þó ekki Sænskir saksóknarar munu ekki áfrýja dómnum yfir bandaríska rapparanum A$AP Rocky sem hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás í Stokkhólmi um miðjan ágúst. 27. ágúst 2019 07:45 ASAP Rocky hlaut dóm í Svíþjóð Þessi þrítugi rappari var viðriðinn slagsmál í höfuðborg Svíþjóðar í júní síðastliðnum. 14. ágúst 2019 12:27 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Þykir dómurinn yfir A$AP Rocky vægur en áfrýja þó ekki Sænskir saksóknarar munu ekki áfrýja dómnum yfir bandaríska rapparanum A$AP Rocky sem hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás í Stokkhólmi um miðjan ágúst. 27. ágúst 2019 07:45
ASAP Rocky hlaut dóm í Svíþjóð Þessi þrítugi rappari var viðriðinn slagsmál í höfuðborg Svíþjóðar í júní síðastliðnum. 14. ágúst 2019 12:27
Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53