Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Auðjöfurinn Elon Musk, hægri hönd Donald Trump í forsetakosningunum, reynir nú að beita áhrifum sínum til að styðja við þýska fjarhægriflokkinn AfD og hvetja Bretakonung til að leysa upp breska þingið. Kanslari Þýskalands varar fólk við því að fóðra tröllið. 6.1.2025 00:03
Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Þrír kínverskir ríkisborgar voru handteknir með tólf gullstangir og 800 þúsund Bandaríkjadali (um 113 milljónir íslenskra króna) í seðlum í Austur-Kongó. 5.1.2025 22:01
Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Á ári hverju strengir drjúgur hluti landsmanna áramótaheit. En hver eru vinsælustu áramótaheitin í ár og hvernig gengur fólki að standa við þau? 5.1.2025 20:58
The Vivienne er látin James Lee Williams, betur þekkt sem The Vivienne, er látin 32 ára að aldri. Williams vann það sér til frægðar að sigra fyrstu seríuna af dragkeppninni RuPaul's Drag Race UK árið 2019. 5.1.2025 19:56
Asninn að baki Asna allur Asninn Perry sem var fyrirmyndin að Asna í myndunum um Shrek er dauður en hann varð 30 ára. 5.1.2025 19:09
Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Ísland mun greiða framlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrr en áætlað var og segir utanríkisráðherra öruggt að alvarleg brot á alþjóðalögum hafi verið framin í Gaza. Ekki sé hægt að skera úr um hvort um þjóðarmorð sé að ræða nema fyrir alþjóðadómstólum. 5.1.2025 18:02
„Það eru fleiri með köggla en þú“ Inga Sæland spennti tvíhöfðana í Kryddsíldinni og sagði fleiri vera með köggla en Sigmundur Davíð þegar rætt var um litla þingflokka. Sigurður Ingi sagði Sigmund ekkert þurfa að mæta á þingið fyrst Miðflokkurinn væri kominn með átta þingmenn. 2.1.2025 17:21
Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Dularfullar myndir af franskri leikkonu hafa vakið athygli á auglýsingaskiltum um allt höfuðborgarsvæðið. Um er að ræða Auglýsingahlé, stærstu myndlistarsýningu ársins í almannarými, sem Roni Horn sýnir í ár. 2.1.2025 14:22
John Capodice er látinn Bandaríski leikarinn John Capodice er látinn 83 ára að aldri. Hann átti farsælan fjögurra áratuga feril sem karakterleikari í Hollywood. 2.1.2025 10:38
Hersir og Rósa eiga von á barni Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Rósa Kristinsdóttir, sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá Vex, eiga von á sínu fyrsta barni í byrjun júlí. 1.1.2025 17:06
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent